Færsluflokkur: Menning og listir
20.1.2010 | 14:15
Billiard í Virkjun
Í Virkjun hefur verið komið upp aðstöðu með sex glæsilegum billiard borðum sem atvinnuleitendur geta nýtt sér. Til stendur að útbúa hóp sem getur komið og spilað á ákveðnum tímum og jafnvel fengið kennslu ef áhugi er á því. Okkur langar til að kanna áhuga fólks fyrir þesskonar starfsemi hér í Virkjun. Ef áhugi er fyrir hendi er hægt að hugsa sér að byrja strax í næstu viku. Þeir sem hafa áhuga geta sent póst á virkjunmannauds@gmail.com og gefið upp nafn og símanúmer og við munum hafa samband. Virkjun er opin frá kl. 09:00 16:00 virka daga. Alltaf heitt á könnuni.
Kær kveðja Gunnar Halldór og Ásta María í Virkjun
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook
12.1.2010 | 17:54
Verkefnastjóri Virkjunar
Gunnar Halldór Gunnarsson var ráðinn verkefnastjóri Virkjunar frá og með 4. janúar. Hann starfaði í mörg ár sem stýrimaður á millilandaskipum, í sjálfstæðum rekstri, kynningarfulltrúi og sem framkvæmdastjóri. Gunnar Halldór er viðskiptafræðingur af vörustjórnunarsvið frá Tækniháskóla Íslands og stýrimaður frá Stýrimannskólanum í Reykjavík.
Við minnum á að allir eru velkomnir í Virkjun, hvort sem þú lumar á hugmynd um starfsemi/námskeið eða í kaffi og til að hitta fólk.
Gunnar Halldór GunnarssonVerkefnisstjóri
Virkjun
Flugvallabraut 740, 235 Reykjanesbær
Sími: 4265388 / GSM: 7733310
Netfang: gunnar.h.gunnarsson@reykjanesbaer.is
Vefur: virkjun.net
11.1.2010 | 12:04
Prjónahittingur
8.1.2010 | 13:29
Umsjónarmaður
Menning og listir | Breytt 12.1.2010 kl. 17:36 | Slóð | Facebook
5.1.2010 | 09:10
Gleðilegt nýtt ár
26.11.2009 | 15:46
Sköpum ungum atvinnulausum tækifæri :o)
Virkjun óskar eftir alls kyns úr sér gengnum hlutum sem möguleiki gæti verið að gera við. Alls konar raftæki eru vel þegin, jafnt og húsgögn o.fl. sem gæti leynst hjá ykkur. Til stendur að reyna að virkja unga atvinnulausa, og þá er NAUÐSYNLEGT að hafa eitthvað áþreifanlegt að dunda við. Munirnir verða lagfærðir undir leiðsögn fagmanna og seldir.
Allir saman nú. Reiðhjól, raftæki, húsgögn.... bara að láta sér detta eitthvað í hug.
Einnig vantar áhugasama fagmenn til að leiða viðgerðarverkefni. Er ekki einhver sprækur þarna úti?
4.11.2009 | 13:04
Prjónakaffi í Virkjun annan hvern fimmtudag kl. 20-22
Virkjun minnir á hið vinsæla prjónakaffi sem haldið er hálfsmánaðarlega í Virkjun, frá kl. 20-22.
Aðsókn hefur farið stigvaxandi. Skemmtilega heimsóknir og uppákomur.
Menning og listir | Breytt 23.11.2009 kl. 09:33 | Slóð | Facebook
22.10.2009 | 12:30
Virkjun vantar sjálfboðaliða :o)
Virkjun leitar að áhugasömum sjálfboðaliðum til að vera til staðar í húsinu, hella uppá kaffi, sinna gestum o.fl. Opið er frá 9-16 alla virka daga. Sjálfboðaliðar geta t.d. verið til staðar einn morgun í viku, eða eftir aðstæðum. Áhugasamir hafi samband við Pál í Virkjun, eða með tölvupósti á virkjunmannauds@gmail.com
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook
9.9.2009 | 15:28
Virkjum börnin til leikja. Viltu ÞÚ taka þátt sem sjálfboðaliði?
Til okkar hafa komið aðilar með hugmynd um að reyna að endurvekja leikgleði barnanna okkar, þá ekki síst með útileiki og hreyfingu í huga.
Fyrsta hugmynd er að fá sjálfboðaliða til að fara í löngu frímínútur skólanna, drífa börnin út á lóð og kenna þeim þar ýmsa skemmtilega útileiki og virkja þau þannig til aukinnar útiveru, leikgleði og lífsfyllingar.
Útileikir undir umsjón fullorðinna, þar sem allir taka þátt, eru álitnir fyrirbyggja einelti og stuðla að þáttöku þeirra sem af einhverjum ástæðum hafa tilhneigingu til að vera til hlés.
Ef þú hefur áhuga og tíma aflögu til að taka þátt í þessu verkefni sem sjálfboðaliði, láttu okkur þá vita á virkjunmannauds@gmail.com
17.8.2009 | 14:30
Haustdagskrá Virkjunar er komin á netið :o)
Haustdagskrá Virkjunar er nú tilbúin. Við bendum á að hér er um fyrstu útgáfu að ræða og verður hún uppfærð reglulega eftir því sem bætist við dagskrána.
Það sem nú liggur fyrir eru fyrst og fremst námskeið sem tengjast atvinnusköpun, atvinnuleit og uppbyggingu einstaklinga til færni í að skapa ný sóknarfæri.
Sérstaklega ber að minnast á Hugmyndahúsið - Ásbrú.
Enn á eftir að bætast við fullt af efni sem tengist ekki hvað síst tómstundum og félagslífi og fleira skemmtilegt efni.
Sjáumst hress í Virkjun :o)
Menning og listir | Breytt 12.10.2009 kl. 13:59 | Slóð | Facebook