Færsluflokkur: Menning og listir

Vikan 8.-12. febrúar í Virkjun

Virkjun_sumarLjósmyndaklúbbur á þriðjudaginn kl. 14:00

Prjónahittingur á þriðjudaginn og fimmtudaginn frá kl. 10:00-12:00. Harpa Jóhanns verður á staðnum fyrir þá sem vantar aðstoð.

Föndurhittingur á miðvikudaginn frá kl. 10:00-12:00 í aðalrýminu. Berglind Ásgeirsdóttir skrappari og áhugamanneskja um föndur verður á staðnum til skrafs og ráðagerða. Komdu með föndrið þitt og hittu aðra föndrara.

Billiard á fimmtudaginn frá kl. 13:00-15:00 og á föstudaginn frá kl. 10:00-12:00. Arnar úr 88 húsinu verður á staðnum til að leiðbeina fólki.

Á fimmtudagskvöldið er svo hið víðfræga prjónakvöld frá kl. 20-22. 

Allir velkomnir á alla viðburði og að sjálfsögðu er heitt á könnunni.

Opnunartími Virkjunar er frá kl. 9:00-16:00 alla virka daga.


Föndurhittingur miðvikudaginn 10. febrúar frá kl: 10-12

 Fyrsti hittingur föndurklúbbsins verður miðvikudaginn 10. febrúar frá kl. 10:00 – 12:00 í aðalrými Virkjunar.

Berglind Ásgeirsdóttir skrappari og áhugamanneskja um föndur verður á staðnum og leiðbeinir fólki ef áhugi er fyrir hendi. 

Allir velkomnir en fólki er boðið að skrá sig á virkjunmannauds@gmail.com (nafn, símanúmer og e-mail). Heitt á könnunni.

Með kveðju, Ásta María og Gunnar Halldór í Virkjun

Billiard á fimmtudögum og föstudögum.

Billiardklúbburinn er með fastanbilliard tíma á fimmtudögum frá kl. 13:00 - 15:00 og föstudögum frá kl. 10:00 - 12:00. 

Allir velkomnir, heitt á könnunni.

Með kveðju, Ásta María og Gunnar Halldór í Virkjun


Föndurklúbbur í Virkjun

Til stendur að stofna föndurklúbb í Virkjun. Með föndri er t.d átt við scrapbooking (skrapp), bútasaum, kortagerð, trémálun, glermálun, servíettuföndur, þæfing, skartgripagerð, kertaskreytingar, mosaicgerð og svo framvegis, enda margt í boði þó það sé ekki allt talið upp.

Okkur langar að kanna áhuga fólks á því og ef sá áhugi er fyrir hendi er hægt að hugsa sér að byrja strax í næstu viku. Mögulega verður í boði fræðsla frá áhugamönnum.

Aðalatriðið er þó að koma saman og föndra.

Þeir sem hafa áhuga hringi í síma Virkjunar 426-5388 eða sendi tölvupóst á virkjunmannauds@gmail.com og gefi upp nafn, símanúmer og tölvupóstfang og við munum hafa samband.

Virkjun er opin frá kl. 09:00 – 16:00 virka daga .

Alltaf heitt á könnunni og allir velkomnir.

 

Kær kveðja Gunnar Halldór og Ásta María í Virkjun


Fyrsti hittingur ljósmyndaklúbbsins þriðjudaginn 2. febrúar kl. 14:00

Fyrsti hittingur ljósmyndaklúbbsins verður á morgun

(þriðjudaginn 2. febrúar) kl. 14:00.

Allir velkomnir- fólkiphotographer er boðið að skrá sig á virkjunmannauds@gmail.com (nafn, símanúmer og e-mail).


Tíu borðtölvur í Virkjun

Á mánudagsmorguninn stendur fólki til boða að koma og nýta sér tölvuverið í Virkjun en þar eru tíu nýlegar borðtölvur. Þá er hægt að fá aðstoð eCOMPUTER+FUN-2f fólk óskar eftir því, t.d ef fólki langar að búa til Facebooksíðu eða nota Word og Excel.


Prjónakaffi í Virkjun annan hvern fimmtudag frá 20-22

 Virkjun minnir á hið vinsæla prjónakaffi sem haldið er hálfsmánaðarlega í Virkjun, frá kl. 20-22. Aðsókn hefur farið stigvaxandi.

Skemmtilega heimsóknir og uppákomur. Í kvöld kemur kona úr Sandgerði og sýnir tölur úr nautshornum og trétölur. Einnig koma konur úr versluninni Storkinum með ýmislegt tengt prjónum sem þær ætla að bjóða uppá allt mjög spennandi!

 

Allir innilega velkomnir!


 


Billiard á föstudögum

billiard

Billiardhópurinn kemur til með að hittast á föstudögum kl. 14:00. Fyrsti hittingur verður föstudaginn 29. janúar.

 

 

 

Með kveðju,

Gunnar Halldór og Ásta María

Virkjun mannauðs á Reykjanesi


Ljósmyndaklúbbur í Virkjun

photographerTil stendur að stofna ljósmyndaklúbb í Virkjun.

Okkur langar að kanna áhuga fólks á því og ef áhugi er fyrir hendi er hægt að hugsa sér að byrja strax í næstu viku. Mögulega verður í boði fræðsla frá áhugamönnum. Læra grunnatriði varðandi ljósmyndun, fjalla almennt um stafrænar myndavélar, mismunandi gerðir, stillingar sem henta við mismunandi aðstæður svo sem mismunandi veðurskilyrði, sjónarhorn, lýsingu og margt fleira.

Aðalatriðið er þó að koma saman og ræða um ljósmyndun, fræðast og fara út og taka myndir. Ekki er skilyrði að eiga myndavél til að taka þátt.

 

Þeir sem hafa áhuga hringi í síma Virkjunar 426-5388 eða sendi tölvupóst á virkjunmannauds@gmail.com og gefi upp nafn, símanúmer og tölvupóstfang og við munum hafa samband.

Virkjun er opin frá kl. 09:00 – 16:00 virka daga .

Alltaf heitt á könnunni og allir velkomnir.

 

Kær kveðja Gunnar Halldór og Ásta María í Virkjun


Póstlisti Virkjunar

Skráðu þig á póstlista Virkjunar til fá sendar upplýsingar um dagskrá vetrarins og nýja viðburði! Sendu okkur nafn og tölvupóstfang á virkjunmannauds@gmail.com

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband