Færsluflokkur: Menning og listir

Fundur um atvinnumál

Fundur um atvinnumál í Reykjanesbæ í Virkjun, Ásbrú fimmtudaginn 20 maí kl 17:30 Hvetjum alla til að mæta.

 

Virkjun-virknimiðstöð boðar til fundar þar sem rætt verður um framtíðarhorfur í atvinnumálum hér í Reykjanesbæ. Mál sem okkur öllum er mjög hugleikið nú á tímum þegar tæp 15% atvinnuleysi er á Suðurnesjum, en trúum því og treystum að úr rætist.

main.php?g2_view=core

 

Frummælendur verða oddvitar framaboðslistanna í Reykjanesbæ: Árni Sigfússon Sjálfstæðisflokki, Friðjón Einarsson Samfylkingunni, Gunnar Marel Eggertsson Vinstrihreyfingunni grænt framboð, Kristinn Þór Jakobsson Framsóknarflokki og einn fulltrúi frá atvinnuleitendum.

 

Hver frummælandi hefur 7 mínútur til að kynna áherslur þeirra í atvinnumálum. Eftir kynningar frambjóðenda verða leyfðar spurningar og umræður. Nú er tækifæri til að hlýða á og spyrja þá sem bjóða sig fram til að stjórna bænum næstu misserin.

 

Allir hjartanlega velkomnir í Virkjun – virknimiðstöð.

Fundarstjóri Ellert Eiríksson


Prjónaþing fyrir Suðurnesjaprjónakonur á fimmtudag

Fimmtudaginn 20. maí nk. ætlar Prjónakaffi að bjóða Suðurnesjaprjónaklúbbum á „prjónaþing“ sem haldið verður í Virkjun á Ásbrú og hefst kl. 18.


Þar veður hægt að kaupa súpu og brauð á sanngjörnu verði. Ýmsir góðir gestir koma í heimsókn sem eru viðloðnir prjónaskap. Við stöllur hvetjum alla sem hafa áhuga að skrá sig á prjonakaffi@visir.is eða senda sms í 8931028 eða 8927949.(endilega skráið ykkur því við þurfum að vita hvað mikið þarf af súpu). Við hlökkum til að sjá sem flesta og sem fyrr höfum það gaman saman.


Kveðja
Hallfríður, Harpa og Þórunn.

 

Heimild: Víkurfréttir á netinu http://vf.is/Mannlif/44485/default.aspx


Leiðtogafundur á fimmtudaginn

Leiðtogar framboðslistanna í Reykjanesbæ munu mæta til fundar í Virkjun að Ásbrú á fimmtudaginn næstkomandi til að ræða atvinnumál í Reykjanesbæ. Það er Virkjun sem boðar til fundarins þar sem boðið verður upp á framsögur og fyrirspurnir.


Fundurinn hefst kl. 17:30 fimmtudaginn 20. maí og er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.

Heimild: Víkurfréttir á netinu http://vf.is/Frettir/44478/default.aspx


Dagskrá vikunnar

Í viðhenginu má sjá dagskrá vikunnar.

 

húsnæði Virkjunar

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

14,6% atvinnuleysi á Suðurnesjum í lok mars

Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 14,6% í lok síðasta mánaðar og hafði minnkað úr 14,9% frá lokum marsmánaðar. Fjöldi atvinnulausra minnkaði úr 1.623 í 1.590, samkvæmt samantekt Vinnumálastofnunar. Alls voru 947 karlar atvinnulausir á Suðurnesjum og 643 konur.

Á landsvísu var skráð atvinnuleysi í apríl 9% en að meðaltali 14.669 manns voru atvinnulausir og minnkar atvinnuleysi um 2,6% frá mars, eða um 390 manns að meðaltali. Alls voru 15.932 atvinnulausir í lok apríl. Þeir sem voru atvinnulausir að fullu voru hins vegar 13.082, af þeim voru 3.701 í einhvers konar úrræðum á vegum Vinnumálastofnunar.

Á landsvísu er atvinnuleysið hlutfallslega mest á Suðurnesjum en minnst á Vestfjörðum þar sem það mældist 3,7% í lok síðasta mánaðar.

 

Heimild: http://vf.is/Frettir/44444/default.aspx

 

 


Dagskráin vikuna 17.-23. maí

Dagskráin í næstu viku í Virkjun

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Lokað í Virkjun á morgun, uppstigningardag

Á morgun er uppstigningardagur og þá er lokað í Virkjun. Opnum aftur kl. 09:00 á föstudagsmorgun.

 

 


Íslensku- og enskustund í Virkjun á miðvikudögum

Íslenskuhópur, vinarstund kl. 14:00.

Komum saman og tölum saman á íslensku. Eigum saman skemmtilega stund. Fræðsla og skemmtun. Allir velkomnir.language

Enska fyrir alla kl. 15:00. 

Viltu æfa þig að tala ensku eða þarftu aðstoð við enskuritgerð? Allir velkomnir, byrjendur jafnt sem lengra komnir.

Umsjón: William Konchak


Markaðssetning á netinu

Viltu ná meiri árangri á netinu?

Virkjun-virknimiðstöð  í samvinnu við Nordic Emarketing og Útflutningsráð  standa fyrir námskeiði í Markaðssetningu á netinu í húsnæði Virkjunar, Flugvallarbraut 740, Ásbrú, mánudaginn 10. maí. Námskeiðið stendur frá kl 18-22:30.

Nánari upplýsingar og skráning hér   http://www.online.is/namskeid/

Farið verður yfir helstu samskiptaleiðir netsins á hagnýtan hátt með áherslu á hvernig þær geta skapað miklar tekjur.  Markmiðið er að þátttakendur öðlist þekkingu sem nýtist þeim strax í starfi.

Kennslan byggir á bókinni „Markaðssetning á netinu“ en bókin er  innifalin í þátttökugjaldi námskeiðsins. Námskeiðsgjaldið er 18.500 kr.  Hægt er að sækja um styrk fyrir gjaldinu frá stéttarfélgögum og Vinnumálastofnun.

Allar nánari upplýsingar hjá Virkjun í símar 426-5388 og  Gunnar Halldór verkefnastjóra Virkjunar í síma 773-3310

750_markadssetning-a-netinu-500pixKennarar á námskeiðinu eru:

Kristján Már Hauksson hefur komið víða við, hann lærði rafeindarvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, kerfisfræði við Tölvu og verkfræðiskólann og er með internet markaðsfræðigráðu frá University of British Columbia. Hann stofnaði Nordic eMarketing og starfar nú þar sem sviðstjóri net markaðssetningar.  Þar sérhæfir hann sig í  leitarvélamarkaðssetningu og net-almannatengslum.

Guðmundur Arnar Guðmundsson er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA gráðu frá Háskóla Íslands.  Hann hefur ritað fjölda greina um viðskipti og markaðsmál í tímarit og blöð á Íslandi og situr nú í stjórn Ímarks, félags markaðsfólks á Íslandi.  Hann hóf störf við markaðsmál hjá 365 en flutti til Englands 2006 og starfaði þar sem markaðsstjóri breska sölusvæðis Icelandair.

Dagskráin:

  • Netið, breytingar og tækifæri –  staðan í dag
  • Vefborðar
  • Leitarvélar (Náttúrulegar niðurstöður)
  • Leitarvélar (Greiddar niðurstöður)
  • Vefgreiningartól
  • Samfélagsmiðlar
  • Tölvupóstar
  • Sala í gegnum netið

Dagskrá Virkjunar vikuna 9.-16. maí

Dagskrá vikunnar 9.-16. maí 2010.húsnæði Virkjunar


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband