Færsluflokkur: Menning og listir
26.11.2010 | 14:34
Fyrirlestur um ljósmyndun
Á Þriðjudaginn næsta, 30.nóvember kl.14:00 ætlar einn af okkar færustu ljósmyndurum frá Keflavík hann Einar Falur Ingólfsson að vera með fyrirlestur um ljósmyndun hér í Virkjun. Frábært tækifæri fyrir áhugamenn að læra af meistaranum.
Einar Falur er með próf í bókmenntafræði frá HÍ og MFA-gráðu í ljósmyndun frá School of Visual Arts í New York. Hann hefur unnið með ljósmyndurunum Mary Ellen Mark og Patrick Demarchelier, New York City, 1992 - 1995. Hann á ljósmyndir í fjölda bóka og tímarita, innlendum sem erlendum. Hann hefur haldið jósmyndasýningar í Reykjavík, Keflavík, New York, Stokkhólmi og Krefeld og hefur hlotið fern verðlaun á sýningum Blaðaljósmyndarafélags Íslands
Fyrirlesturinn er ókeypis og allir eru velkomnir. Vonumst til að sjá sem flesta.
Kveðja
Virkjun
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook
26.11.2010 | 08:16
Síðasti myndlistartíminn fyrir jól.....
24.11.2010 | 11:32
>>>> Jólaskraut-Jólaskraut <<<<<
Er einhver sem á auka inni seríur eða jólaskraut sem hann/hún getur gefið Virkjun, svo við getum skreytt hjá okkur og haft huggulegt fyrir jólin. Allt er vel þegið.
Með fyrirfram þökk
s:426-5388
22.11.2010 | 08:34
ÓKEYPIS Tölvukennsla í dag
19.11.2010 | 09:13
Kynningarfundur Frumkvöðlasetursins í Virkjun
Fimmtudaginn 25. nóvember, kl. 14:00 - 15:00 mun verkefnastjóri Frumkvöðlasetursins á Ásbrú, Þóranna K. Jónsdóttir, kynna þá þjónustu sem býðst í setrinu.
Þeir sem hafa leitt hugann að því að fara út í rekstur, eru með viðskiptahugmynd, hugmynd að vöru og þjónustu, eða jafnvel eru í rekstri en vilja bæta fyrirtækið með því að gera eitthvað nýtt, eru hvattir til að koma og líka bara allir þeir sem hafa áhuga á að kynnast Frumkvöðlasetrinu.
Virkjun
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook
19.11.2010 | 08:47
ÓKEYPIS Tölvutími á Mánudaginn 22.nóv, kl.14:00
19.11.2010 | 08:24
Myndlist í dag :)
Myndlistarhópurinn er að hittast í dag, Föstudag kl.14:00 og er hann Guðmundur Rúnar leiðbeinandi
Hópurinn hefur verið að mála með akrýl síðustu tíma, skemmtilegt andrúmsloft og mikill áhugi. Allir eru velkomnir og það kostar ekki neitt. Efni er á staðnum.
17.11.2010 | 08:49
Umboðsmaður skuldara í samstarfi með Virkjun mannauðs á Reykjanesi verður með opinn kynningarfund fimmtudaginn 18 nóvember kl 17:00 í Virkjun, Flugvallabraut 740. Ásbrú
Á næstunni mun Umboðsmaður skuldara opna útibú í Reykjanesbæ og því vill Umboðsmaður skuldara halda kynningarfund á Suðurnesjum til að kynna starfsemi sína.
Svanborg Sigmarsdóttir, sviðsstjóri kynningasviðs hjá umboðsmanni skuldara mun fjalla um helstu úrræði embættisins fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum, auk þess að kynna nokkur góð ráð vegna fjármála heimilisins.
Hlutverk embættisins er að veita heimilum í greiðsluerfiðleikum aðstoð, bæta stöðu þeirra og auðvelda einstaklingum að koma á jafnvægi á milli greiðslubyrði og greiðslugetu. Stærstu verkefni umboðsmanns skuldara eru annars vegar að veita aðstoð við greiðsluaðlögun, fyrir þá sem ekki munu geta staðið undir skuldbindingum sínum til framtíðar. Hins vegar er það að veita ráðgjöf og vísa veginn úr skuldavanda.
Umboðsmaður skuldara skal gæta hagsmuna skuldara, meðal annars með því að:
- Veita þeim sem eiga í greiðsluerfiðleikum ókeypis fjármálaráðgjöf þar sem greiðslugeta er metin
- Í kjölfar ráðgjafar getur umboðsmaður skuldara haft milligöngu um samskipti og samninga við kröfuhafa með hagsmuni skuldara að leiðarljósi
- Aðstoða þá sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum við að gera samninga um greiðsluaðlögun
- Veita ráðgjöf og fræðslu um fjármál heimilanna
- Útbúa framfærsluviðmið og uppfæra það reglulega
- Taka við erindum og ábendingum um ágalla á lánastarfsemi og koma til viðeigandi eftirlitsstjórnvalds
Skorum á fólk að notfæra sér þetta og mæta á
kynningarfundinn.
Umboðsmaður skuldara, Virkjun mannauðs á Reykjanesi.16.11.2010 | 09:23
Dagskrá Virkjun. Vika 46
Mánudagur 15. nóvember
Grunnmenntaskóli* 08:30-13:25
Billiard eldri borgara 09:00-12:00
Árangursríkari starfsleit* 09:00-15:30
Tölvur fyrir alla 14:00-16:00
Þriðjudagur 16. nóvember
Grunnmenntaskóli * 08:30-14:10
Árangursríkari starfsleit* 09:00-15:30
Handavinna. 10:00-12:00
Kjarnakonur * 10:00-12:00
Sterkari starfsmaður*14:00-16:00
Ljósmyndaklúbbur 14:00 Ýmsir fyrirlesarar
Aftur í nám* 16:00-19:00
Miðvikudagur 17. nóvember
Grunnmenntaskóli * 08:30-13:25
Sterkari starfsmaður*08:30-14:20
Kjarnakonur * 10:00-12:00
Fluguhnýtingahópur 14:00
Íslenskuhópur, vinarstund 14:00-15:00
Stærðfræði fyrir alla 14:00
Enska fyrir alla kl. 15:00-16:00
Aftur í nám* 16:00-19:00
Prjónakaffi 20:00-22:00
Fimmtudagur 18. nóvember
Grunnmenntaskóli * 08:30-13:25
Sterkari starfsmaður*08:30-10:45
Billiard eldri borgara 09:00-12:00
Handavinna kl:10:00-12:00
Kynningarfundur Vinnumálastofnunar 10:00-11:30
Vöfflukaffi 10:30
Rýnihópur Virkjunar 10:30
Billiard kl. 13:00-14:30
Skapandi skrif, rithringur 13:30
Aftur í nám* 16:00-19:00
AO kl: 20:00-22:
Föstudagur 19. nóvember
Grunnmenntaskóli * 08:30-13:25
Sterkari starfsmaður*08:30-14:20
Billiard 10:00-12:00
Myndlistarhópur 14:00-16:00
Sunnudagur 21. nóvember
Hugleiðsla kl. 20:00-20:30
Al-Anon kl. 21:00-22:00 *Lokaðir hópa
Miðvikudaginn 10. Nóvember verður haldið ókeypis námsskeið í stærðfræði og tölfræði sem nýtist öllum í atvinnu, námi og daglegu lífi í Virkjun.
Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af lítilli kunnáttu í stærðfræði því tilgangur námsskeiðsins er að
bæta úr því. Allir eru velkomnir, byrjendur sem og lengra komnir.
Ekki er ákveðið hvaða efni verður farið í en það fer eftir því hvernig hópurinn verður
samsettur og reynt verður að taka tillit til getu, áhugasviðs og hugsanlegra þarfa. Fyrirhugað er að hafa þetta síðan næstu miðvikudaga kl. 14:00. Leiðbeinandi verður Gunnar Björn Björnsson.
Vinsamlegast látið vita ef þið hafið áhuga á að koma, annað hvort með að senda póst á : virkjunmannauds@gmail.com, skilaboð á facebook eða hringja í síma: 426-5388.
Gunnar er stofnandi og eigandi námsaðstoðarinnar Algebru. Hann hefur 18 ára reynslu í að veita námsaðstoð í stærðfræði bæði á framhalds- og grunnskólastigi. Hann hefur bæði starfað sjálfstætt auk þess að hafa starfað bæði hjá Nemendaþjónustunni og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann hefur skrifað töluvert af námsefni og gaf meðal annars út kennslubókina Valtarann aðeins 19 ára að aldri. Auk þess að vera starfsmaður og eigandi algebra.is er Gunnar í háskólanámi í hagnýtri stærðfræði (applied mathematics) with University of South-Africa og fer það allt fram í fjarnámi í samræmi við kröfur samtímans um nútímavinnubrögð í kennslu. Gunnar hefur aldrei hikað við að fara óhefðbundnar leiðir í leiðsögn nemenda sinna gerist þess þörf, því kennsla byggir oft á
því að finna fjölbreyttar leiðir til að gera hluti sem sýnast flóknir einfalda. Gunnar
er vel meðvitaður um að engir tveir nemendur eru nákvæmlega eins og því eru þarfir þeirra
oft jafn misjafnar og þeir eru margir. Tölvupóstur Gunnars er gunnar@algebra.is
Menning og listir | Breytt 9.11.2010 kl. 14:26 | Slóð | Facebook