Færsluflokkur: Menning og listir
4.1.2011 | 13:48
Billiard kennsla
Nú erum við að byrja aftur með billiard kennslu og ætlar Jósep Valgeirsson sjálfboðaliði í Virkjun að sjá um kennsluna. Fimmtudaga frá 13:00-15:00 og Föstudaga frá 10:00-12:00. Opið öllum byrjendum sem og lengra komnum. Vonumst til að sjá sem flesta.
Kveðja
3.1.2011 | 08:48
Gleðilegt ár :o)
Höfum opnað aftur eftir jólafrí. Það er opið alla virka daga frá 8-16, heitt á könnunni, hægt að fara í billiard og pílukast, lesa blöðin, fara í tölvu og spjalla. Prjónaklúbburinn hittist á þriðjudögum og fimmtudögum kl 10:00 og svo er vöfflukaffi á fimmtudögum kl. 10:30.
Verið velkomin :)
21.12.2010 | 08:56
Jóla- og nýárskveðjur
Virkjun óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar og sjáumst aftur á nýju ári.
Hér í Virkjun er lokað frá og með miðvikudeginum 22.des - mánudagsins 03.jan.
Kær Jólakveðja
20.12.2010 | 10:01
Umboðsmaður skuldara í Reykjanesbæ
Umboðsmaður skuldara hefur opnað útibú í Reykjanesbæ. Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara leggur áherslu á að opnunin sé tilraunaverkefni og mikilvægt væri að meta áhrifin af því að færa þjónustuna nær þeim sem þurfa á henni að halda.
Fordæmalausar aðstæður á Reykjanesskaga urðu til þess að ákveðið var að opna útibú í húsnæði sýslumannsins í Keflavík, en um einn af hverjum tíu sem leitað hafa til umboðsmanns skuldara eru búsettir á Suðurnesjum. "Það hefur sýnt sig að það skilar sér betur að teygja sig til fólksins. Í því er mikilvægt að sýna þeim sem til okkar leita virðingu og veita aðstoð á erfiðum tímum þar sem við munum upplýsa fólk í vanda um þær lausnir sem eru í boði," sagði Ásta jafnframt, í fréttatilkynningu.
Hefðbundin starfsemi umboðsmanns skuldara í Reykjanesbæ hófst á föstudaginn 17.des, kl. 8.30. Hægt er að panta tíma í síma 512 6600 eða í grænu númeri embættisins 800 6600.
16.12.2010 | 08:38
Síðasta vöfflukaffið á þessu ári í dag :)
Klukkan 10:30 í dag verðum við með síðasta vöfflukaffið á þessu ári. Allir eru velkomnir. Prjónakonurnar hittast kl.10:00. Opið í dag til kl.16:00. Vonumst til að sjá sem flesta
Kveðja
8.12.2010 | 09:20
Stærðfræði í dag kl.14:00
í dag, miðvikudaginn 8.des er ókeypis námsskeið í stærðfræði.
Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af lítilli kunnáttu í stærðfræði því tilgangur námsskeiðsins er að
bæta úr því. Allir eru velkomnir, byrjendur sem og lengra komnir.
6.12.2010 | 10:47
Félagsvinir kynning á morgun kl.14:00
Fjóla Einarsdóttir verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum mun fara yfir hugmyndafræði verkefnisins og í kjölfarið halda fyrirlestur um markmiðssetningar.
Félagsvinaverkefni fyrir atvinnuleitendur byggir á sambandi tveggja einstaklinga þar sem annar leiðir sambandið (sjálfboðaliði) en hinn þiggur leiðsögn (atvinnuleitandi), þeir eru félagsvinir hvors annars. Sá sem leiðir sambandið hefur hlotið til þess þjálfun hjá samstarfsaðilum verkefnisins og hefur einnig sjálfur reynslu af atvinnuleit. Hvert samband varir í þrjá mánuði, á þessu þriggja mánaða tímabili hittast félagsvinir einu sinni í viku. Atvinnuleitendur setja sér sjálfir persónuleg markmið sem þeir vilja ná með sambandinu og gera vinnuáætlun með aðstoð verkefnisstjóra og sínum félagsvini. Markmiðin geta fjallað um að afla nýrrar þekkingar, efla persónulega eiginleika eða breyta ákveðnum venjum. Við setningu markmiðanna er mikilvægt að atvinnuleitandinn skoði þarfir sínar í víðu samhengi og meti stöðu, umhverfi, sérþekkingu og eiginleika sína. Í lok tímabilsins er samband félagsvina skoðað og árangur einstaklinga metinn.
Hvetjum alla til að mæta og kynna sér þetta áhugaverða verkefni.
Nánari upplýsingar um verkefnið má sjá á eftirfarandi slóð http://www.redcross.is/id/1003146
Kveðja
6.12.2010 | 09:52
Fluguhnýtingar í dag !
30.11.2010 | 08:33
Fyrirlestur um Ljósmyndun - Einar Falur
Í dag, 30.nóvember kl.14:00 ætlar einn af okkar færustu ljósmyndurum frá Keflavík hann Einar Falur Ingólfsson að vera með fyrirlestur um ljósmyndun hér í Virkjun. Frábært tækifæri fyrir áhugamenn að læra af meistaranum. Hvetjum sem flesta að mæta.
Kveðja Virkjun
29.11.2010 | 09:05