Færsluflokkur: Menning og listir
18.3.2010 | 09:08
Billiard í Virkjun á fimmtudögum og föstudögum
15.3.2010 | 09:02
Tækifærin eru þarna, grípum þau!
Þriðjudaginn 16. mars kl. 17:00 býður Virkjun uppá skemmtilegan og fræðandi fyrirlestur.
Magnús Scheving, höfundur Latabæjar, flytur létt og skemmtilegt erindi um hugmyndarhátt frumkvöðla, mikilvægi nýsköunar og tækifærin sem eru allt í kringum okkur.
Áheyrendum gefst kostur á að spyrja Magnús um hvað eina sem þeim dettur í hug; allt frá Latabæ til Hvíta hússins í Washington en Magnús hóf m.a. nýlega samstarf við forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama við að hrinda af stað heilsuátaki á meðal barna í Bandaríkjunum.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook
12.3.2010 | 11:18
Dagskrá Virkjunar vikuna 15. - 22. mars 2010
Menning og listir | Breytt 15.3.2010 kl. 10:18 | Slóð | Facebook
11.3.2010 | 12:13
Samkaup gefur Virkjun kaffi og vöfflur í marsmánuði
... og skorar á ÍAV-þjónustu að sjá um kaffið í apríl.
Leitin að "Postulunum 12" stendur nú yfir hjá Virkjun mannauðs, sem staðsett er á Ásbrú. Postularnir styrkja starfsemi Virkjunar með því að leggja til kaffi í einn mánuð og bjóða upp á vöfflur tvisvar í viku þann mánuð sem fyrirtækið sér um kaffið.
Samkaup hf. riðu á vaðið og styrktu Virkjun um kaffi og vöfflur í marsmánuði og skora á ÍAV-þjónustu að taka að sér að bjóða upp á kaffi og vöfflur í apríl. Það kemur síðan í hlut ÍAV-þjónstu að skora á fyrirtæki í maí og svo koll af kolli.
Vöfflukaffið ætlar Virkjun að hafa til að byrja með á þriðjudögum kl. 14:30 og á fimmtudögum kl. 10:30. Allir ávallt velkomnir.
"Verkefnin framundan hjá Virkjun eru bæði margþætt og mörg og nú ríður á að við tökum höndum saman svo Virkjun megi verða sá öflugi vettvangur fyrir atvinnuleitendur sem svo sannarlega er þörf á. Hlutverk Virkjunar er að verða ein allsherjar Virknimiðstöð, auka á virkni atvinnuleitenda og stuðla að því að þeir geti annaðhvort farið af stað sjálfir með atvinnusköpun eða komist í starf þegar tækifæri opnast. Gott er að fylgjast með starfsemi Virkjunar á virkjun.net og einnig erum við á Facebook; Virkjun mannauðs á Reykjanesi. Opið er alla daga vikunnar frá 09:00 til 16:00" segir Gunnar Halldór Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Virkjun.
Upprunalegu fréttina má sjá hér:
http://vf.is/Tolublod/Sudurnes/1/1701/11/Risasida/default.aspx
10.3.2010 | 10:16
Fimmtudagur í Virkjun
Í Virkjun á morgun (fimmtudag) verður nóg um að vera í Virkjun.
Frumkvöðlanámskeið 09:00-12:00
Handavinna 10:00-12:00 (allir velkomnir)
Kynningarfundur Vinnumálastofnunar 10:00-11:00
Vöfflukaffi kl. 10:30 (allir velkomnir)
Billiard kl. 13:00-14:30 (allir velkomnir)
OA fundur kl. 20:00-21:00
Prjónakaffi kl. 20:00-22:00 (annan hvern fimmtudag og allir velkomnir)
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook
8.3.2010 | 12:31
Ellert Grétarsson verður gestur ljósmyndaklúbbsins á morgun
Ellert Grétarsson, ljómyndara Víkurfrétta verður gestur
ljósmyndaklúbbsins á morgun (þriðjudag)kl. 14:00 hér í Virkjun.
Ellert fjallar aðallega um landslags- og nátturuljósmyndum. Hann mun
sýna ljósmyndir úr safni sínu af áhugaverðum stöðum á Íslandi og skýra
hvernig þær voru teknar.
Komið verður inn á tæknileg og praktísk atriði þar að lútandi.
Fyrirlesturinn er í boði Víkurfrétta. Markmið hans er að auka skilning
á tæknilegum atriðum ljósmyndunar sem geti reynst þátttakendum gott
veganesti við iðkun þess skemmtilega og skapandi áhugamáls sem
ljósmyndun er. Allir velkomnir.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook
5.3.2010 | 10:40
Dagskrá Virkjunar vikuna 8. - 14. mars 2010
4.3.2010 | 13:44
Unglingar á flótta í Virkjun
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook
4.3.2010 | 09:11
Ræðunámskeið í Virkjun
4.3.2010 | 08:55
Fimmtudagur og föstudagur
Fimmtudagur í Virkjun:
Billiard eldri borgara frá 10:00-12:00.
Prjónahittingur frá 10:00-12:00.

Kynningarfundur Vinnumálastofnunar frá 10:00-11:00
Billiard frá 13:00-14:30.
Vöfflukaffi kl. 10:30. Allir velkomnir, heitt á könnunni.
Föstudagur í Virkjun:
Billiard (opið fyrir alla) frá 10:00-12:00.
Notendahópur Virkjunar (rýnihópur) kl. 13:00.
