Virkjun mannauðs og vinir í Velgengni með uppskeruhátíð fimmtudaginn 9 júní klukkan 20:00

FramkomaÁ fimmtudaginn n.k. verður lokakvöld í Virkjun fyrir sumarfrí.

Þá skulum við njóta og upplifa algjört augna og eyrnakonfekt frá hljómsveitinni Framkomu og uppistöndurum kvöldsins.

Húsið opnar klukkan 20:00 Það er gaman að vera svona saman.

Tónleikar í Virkjun hefjast Kl. 20:30 Miðverð 500kr. Innfalið kaffi, nammi, snakk og gos.

Sjáumst, Virkjun


Lokað í Virkjun á morgun, uppstigningardag.

Uppstigningardagur (upprisudagur eða uppstigudagur) er fimmtudagur 40 dögum eftir páska. Hann er helgidagur til minningar um himnaför Jesú. Á ári aldraðra 1982 var uppstigningardagurinn valin kirkjudagur aldraðra í landinu í samráði við Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar.

Á uppstigningardag, tíu dögum fyrír hvítasunnu, var Drottinn „upp numinn til himins" að lærisveinunum ásjáandi og „ský huldi hann sjónum þeirra“. Síðan stendur:

Er þeir störðu til himins á eftir honum, þegar hann hvarf, þá stóðu hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum og sögðu: „Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.


Hjálpið okkur til að Virkjun geti boðið uppá ennþá betri dagskrá í haust.

brainstorming-ideas-thumb8913840.jpgOkkur þætti vænt um ef þið,vinir Virkjunar, gætuð hjálpa til við að gera góða dagskra betri í Virkjun. Sendið okkur ykkar skoðun á því hvað þarf að vera til staðar svo atvinnuleitendur og öryrkjar komi og noti þjónustu Virkjunar, Virknimiðstöðvar. Endilega segið okkur hvað þið hafið mestan áhuga á og hvað þið viljið að Virkjun bjóði upp á haustönn.

Allar hugmyndir vel þegnar og möguleikarnir óþrjótandi. Nú er um að gera að hugleiða og senda okkar allar þær tillögur sem koma upp í hugann. Hvort það sé nú klúbbastarfsemi, fyrirlestrar, námskeið eða eitthvað allt annað.

Vinsamlegast sendið tillögur á virkjunmannauds@gmail.com eða á Fésbókinni; Virkjun mannauðs á Reykjanesi.

Með fyrirfram þökk, Gunnar Halldór og Sigga


Himinhátt atvinnuleysi á Suðurnesjum

Atvinnuleysi á Suðurnesjum í apríl er himinhátt og langt fyrir ofan landsmeðaltal. Þannig voru 13,6 prósent Suðurnesjamanna án atvinnu í apríl meðal meðaltal atvinnuleysis á landsbyggðinni var 6,9 prósent og 8,7 prósent á höfuðborgarsvæðinu.

Á vef Vinnumálastofnunar má finna skýrslu um atvinnuástandið í apríl og m.a. borið saman atvinnuástandið í dag og allt aftur til ársins 2002. Þá var atvinnuleysið á Suðurnesjum 2,2 prósent. Á tímabilinu 2002-2011 var atvinnuleysi minnst árið 2006 þegar það var 1,8 prósent í apríl. Atvinnuástandið var verst í fyrra þegar 14,6 prósent Suðurnesjamanna voru án vinnu í apríl. Í ár var atvinnuleysið prósentustigi minna eða 13,6 prósent.

Á bakvið allar þessar prósentutölur eru einstaklingar. Þeir eru á Suðurnesjum samtals 1583 sem voru án atvinnu í apríl. Vinnumálastofnun hefur flokkað atvinnulausa eftir sveitarfélögum. Flestir eru þeir án atvinnu í Reykjanesbæ eða 1116 talsins. Í Sandgerði voru 170 manns án vinnu í apríl, 112 í Grindavík, 100 í Garðinum og 85 í Vogum.

Athygli vekur að í öllum sveitarfélögum nema Grindavík eru karlar fjölmennari á atvinnuleysisskrá. Í Grindavík voru 66 konur atvinnulausar í apríl og 46 karlar.

Atvinnuleysi eftir lengd atvinnuleysis er greint í skýrslu Vinnumálastofnunar. Þar kemur m.a. fram að af þessum 1583 sem eru atvinnulausir hafa 201 verið án vinnu í yfir tvö ár. Stór hópur eða 150 manns er einnig búinn að vera án vinnu í 18-24 mánuði. Þá eru 341 sem hafa verið atvinnulausir í 6-9 mánuði. Samtals voru 37 atvinnulausir í apríl sem voru að koma inn nýir á atvinnuleysisskrá og höfðu verið án vinnu í 1-3 vikur.

Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ lýsti því í viðtali við Víkurfréttir í apríl að nokkuð væri um að atvinnulausir hafi flutt burtu úr bænum og eins hafi fjölgað fólki sem komið er á framfærslu sveitarfélagsins eftir að hafa fallið út af atvinnuleysisskrá

Heimild: Víkurfréttir.


Sumarblómin og garðurinn. Fyrirlestrar og umræða í Virkjun þrjá næstu þriðjudaga.

sumarblomHvað er skemmtilegra en að verða skítugur undir nöglunum, rækta sitt eigið grænmeti, setjast svo niður og dást að fallegum sumarblómum?

Virkjun mannauðs á Reykjanesi og Reykjanesbær bjóða alla á ókeypis fyrirlestra og fræðslu um vorverkin í garðinum, sumarblómin og grænmetisgarðinn. Hér er frábær tækifæri til að fræðast og taka þátt í umræðum um vorverkin.

Berglind Ásgeirsdóttur (garðyrkjufræðingur hjá Reykjanesbæ)og Kristín Sóley Kristinsdóttur (nemi í garðyrkju og reynslubolti) munu fara yfir helstu grunnþætti sem við á hverju sinni.

Gaman væri að sem flestir létu sjá sig og gætu komið með sínar sögur og innsýn í garðverkin og þannig miðlað fróðleik til allra þátttakenda. Fyrirlestrarnir verða næstu þrjá þriðjudaga klukkan 13:00 í Virkjun, Ásbrú.

Dagskrá; 17. maí - grænmetisgarðar (Sóley) 24. maí - vorverkin í garðinum (Sóley og Berglind) 31. maí - sumarblómin (Sóley og Berglind) Allir velkomnir!


Virkjunardagurinn, Opið hús í Virkjun á Ásbrú, Flugvallabraut 740, laugardaginn 7.maí frá kl.12 til 16

islenskt.jpgSkemmtun fyrir alla

Daníel töframaður – Billiardkennsla – Kaffihlaðborð – Kynningar á námskeiðum – örfyrirlestrar – og fleirra Frítt gos og snakk

Tónleikar Andrews leikhúsinu kl.16:00 Fram koma: KK, Valdimar og Björgvin. Mirra Rós, Bjarni Ara, Daníel Örn töframaður, Hljómsveitin Framkoma, The Lame Dudes. Kynnir er Alma Geirdal

Miðaverð er aðeins 1000 kr. Andvirðið rennur óskipt til að efla starfsemi Virkjunar

Miðasala í afgreiðslu Virkjunar, sími 426-5388 og við innganginn. Virkjun Mannauðs á Reykjanesi og Vinir í velgengni.


AL-Anon á miðvikudagskvöldum kl. 21:00 í Virkjun mannauðs á Reykjanesi

Ákveðið hefur verið að endurvekja Al-Anon fundina í Virkjun. Allir velkomnir á miðvikudagskvöldum kl. 21:00. Al-Anon fjölskyldudeildirnar eru samtök ættingja og vina alkóhólista sem deila reynslu sinni, styrk og vonum svo þeir megi leysa sameiginlega vandamál sín. Við trúum að alkóhólismi sé fjölskyldusjúkdómur og að breytt viðhorf geti stuðlað að bata. Al-Anon samtökin hafa aðeins einn tilgang; að hjálpa fjölskyldum alkóhólista. Við gerum það með því að tileinka okkur reynslusporin tólf, bjóða velkomnar og hughreysta fjölskyldur og vini alkóhólista og auðsýna alkóhólistanum skilning og hvatningu. Al-Anon er óháð hverskyns trúarhópum, stjórnmála-skoðunum, félagasamtökum eða stofnunum, tekur ekki þátt í deilum, styður hvorki né er í andstöðu við nokkurn málstað. Í Al-Anon er nafnleynd. Allt sem sagt er á fundum og félaga á milli er trúnaðarmál. Aðeins á þann hátt geta félagar óþvingaðir sagt það sem þeim býr í brjósti því þannig hjálpum við hvert öðru í Al-Anon. Engin föst félagsgjöld eru greidd né félagaskrá haldin. Samtökin eru fjárhagslega sjálfstæð. Kostnaði er mætt með frjálsum framlögum félaganna Allir velkomnir í Virkjun á miðvikudagskvöldum kl. 21:00.

Námskeiðið; Taktu af skarið, vertu við stjórnborðið í Virkjun 2. maí. Allir velkomnir.

fv2_1064109.jpgNámskeið fyrir þá sem vilja taka stjórn á eigin lífi og aðstæðum, þá sem vilja vera við stjórnborðið í eigin lífi verður haldið í Virkjun að Flugvallabraut 740, 235 Reykjanesbær, mánudaginn 2. maí frá klukkan 10:00-15:00. Á námskeiðinu verður kennd framkomu- og ræðuþjálfun, fólk fær þjálfun í skapandi hugsun (raunhæf verkefni) og verður bent á þær leiðir sem skipta máli í setningu markmiða.

Á námskeiðinu verður einnig farið yfir grundvallarmarkmið Rauða kross Íslands og verkefnið Félagsvinir atvinnuleitenda kynnt stuttlega. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiðinu er 35 manns. Skráning í netfangið: gij@redcross.is eða síma 893-1314. Dagskrá: 10:00 - 10:15 - Inngangur að námskeiði. 10:15- 11:00 - Grundvallarmarkmið Rauða krossins og kynning á verkefninu Félagsvinir atvinnuleitenda. 11:15-12:00 - Skip án skipstjóra – fyrirlestur um markmiðssetningar. 12:00 -12:30 - Léttur hádegismatur. 12:30-13:00 - Framkomu og ræðuþjálfun - hagnýt atriði. 13:00 -14:00 - Hópefli - hópverkefni, viðskiptalausnir. 14:00-15:00 - Ræðuþjálfun – æfing. *Hlé í samráði við fyrirlesara Umsjón námskeiðs: Fjóla Einarsdóttir og Guðmundur Ingvar Jónsson, verkefnisstjórar Félagsvina atvinnuleitenda.


Gleðilegt sumar og gleðilega páska.

Virkjun óskar öllum Gleðilegs sumar og þakkar kærlega fyrir veturinn. Nú er bara að taka út sumarfötin, máta stuttbuxurnar og sólgleraugun og fara í langa göngutúra og sundferðir. Sumarið er tíminn þegar.................. Eins óskum við öllum Gleðilegra Páska.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Aðalfundur Virkjun mannauðs á Reykjanesi

virkjun 021Aðalfundur Virkjun mannauðs á Reykjanesi verður haldinn þriðjudaginn 19. apríl kl. 16:30. Allir eru hjartanlega velkomnir á aðalfund og vera þátttakendur í starfi Virkjunar. Kaffiveitingar. Mætum og látum okkur málin varða. Venjulega aðalfundarstörf. Stjórnin

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband