26.11.2009 | 15:46
Sköpum ungum atvinnulausum tækifæri :o)
Virkjun óskar eftir alls kyns úr sér gengnum hlutum sem möguleiki gæti verið að gera við. Alls konar raftæki eru vel þegin, jafnt og húsgögn o.fl. sem gæti leynst hjá ykkur. Til stendur að reyna að virkja unga atvinnulausa, og þá er NAUÐSYNLEGT að hafa eitthvað áþreifanlegt að dunda við. Munirnir verða lagfærðir undir leiðsögn fagmanna og seldir.
Allir saman nú. Reiðhjól, raftæki, húsgögn.... bara að láta sér detta eitthvað í hug.
Einnig vantar áhugasama fagmenn til að leiða viðgerðarverkefni. Er ekki einhver sprækur þarna úti?
Flokkur: Menning og listir | Facebook