Nýir hópar hafa verið stofnaðir í Virkjun.

Virkjun hefur stofnað nýja hópa (sjá "Viðburðir") hér til hliðar.

Hóparnir eru "Skapandi skrif" og "Samskiptahópur útlendinga og íslendinga". Skapandi skrif hafa þegar hópstjóra (sem leiðir vinnu og verkefni hóps), en hún heitir Sigríður Sigurðardóttir (s: 698-1689). Hennar hugmynd með hópnum er t.d. að skrifa smásögur o.fl. slíkt. Áhugasamir hafi samband við hópstjóra eða með því að senda okkur tölvupóst þar sem fram koma óskir um þáttöku.

Nýjasta hóphugmyndin er að stofna hóp um að koma á árshátíð Virkjunar þar sem allir sem tengjast, eða hafa tengst, Virkjun koma saman og sletta úr klaufunum í góðum hópi.

Endilega komið með hugmyndir að frekara hópastarfi :o)


Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband