Fyrirlestur um þunglyndi, áhyggjur og angist í kjölfar atvinnumissis verður fimmtudaginn 22. september kl 13:00 í húsnæði Virkjunar að Flugvallarbraut 740, Ásbrú.

Fyrirlesturinn um þunglyndi og áföll í kjölfar atvinnumissis er öllum opinn og í boði Jónasar H. Eyjólfssonar og Virkjun mannauðs á Reykjanesi.cooperation

Jónas H. Eyjólfsson frá líknarfélaginu Stoð og styrkingu, sem hefur það markmið að hjálpa fólki sem á við að glíma við angist þunglyndi áföll og annað í kjölfar atvinnumissis verður með þennan fyrirlestur. Jónas hefur haldið ótal fyrirlestra og fundi um þetta málefni og einnig haldið úti vefsíðu undir nafninu Stoð og Styrking þar sem fólk gat skrifað um vandamál sín og fengið svör og leiðbeiningar. Eftir fyrirlesturinn og fundinn getur fólk fengið einkaviðtal við Jónas. Allir eru hjartanlega velkomnir Jónas og Virkjun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband