Ókeypis prjónanámskeið á mánudögum kl 10:00, fyrsta skipti mánudaginn 12. september.

Prjónanámskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna. Nú er tækifærið fyrir alla þá sem einhverntíma hafa dreymt um að geta prjónað hvað sem er. Harpa Jóhannsdóttir kemur til með að leiðbeina þeim sem þurfa hjálp og Kristín Ottósdóttir nýr sjálfboðaliði verður okkur innan handar einnig í að leiðbeina. Þeir sem eiga hvorki garn eða prjóna geta fengið það hjá okkur. Þannig að nú er engin fyrirstaða að láta draum sinn rætast að prjóna sokka, peysu eða hvað sem hugurinn girnist.knitting_tote_lg

Allir velkomnir!

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda okkur skilaboð á facebook, senda email á: virkjunmannauds@gmail.com, eða hringja í síma: 426-5388. Prjónakveðjur .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband