AL-Anon á miðvikudagskvöldum kl. 21:00 í Virkjun mannauðs á Reykjanesi

Ákveðið hefur verið að endurvekja Al-Anon fundina í Virkjun. Allir velkomnir á miðvikudagskvöldum kl. 21:00. Al-Anon fjölskyldudeildirnar eru samtök ættingja og vina alkóhólista sem deila reynslu sinni, styrk og vonum svo þeir megi leysa sameiginlega vandamál sín. Við trúum að alkóhólismi sé fjölskyldusjúkdómur og að breytt viðhorf geti stuðlað að bata. Al-Anon samtökin hafa aðeins einn tilgang; að hjálpa fjölskyldum alkóhólista. Við gerum það með því að tileinka okkur reynslusporin tólf, bjóða velkomnar og hughreysta fjölskyldur og vini alkóhólista og auðsýna alkóhólistanum skilning og hvatningu. Al-Anon er óháð hverskyns trúarhópum, stjórnmála-skoðunum, félagasamtökum eða stofnunum, tekur ekki þátt í deilum, styður hvorki né er í andstöðu við nokkurn málstað. Í Al-Anon er nafnleynd. Allt sem sagt er á fundum og félaga á milli er trúnaðarmál. Aðeins á þann hátt geta félagar óþvingaðir sagt það sem þeim býr í brjósti því þannig hjálpum við hvert öðru í Al-Anon. Engin föst félagsgjöld eru greidd né félagaskrá haldin. Samtökin eru fjárhagslega sjálfstæð. Kostnaði er mætt með frjálsum framlögum félaganna Allir velkomnir í Virkjun á miðvikudagskvöldum kl. 21:00.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband