5.4.2011 | 08:55
Blúskvöld í Virkjun, fimmdudag kl 20:30
Blúsbandið The Lame Dudes mun halda blústónleika fimmtudagskvöldið 7. apríl í Virkjun. The Lame Dudes er talið eitt fremsta blús band Íslands, þannig að þetta er einstakt tækifæri að koma og hlusta á blúsinn eins og hann getur verið bestur. Blúsinn er sígilt tónlistarform sem á upptök sín í samruna tónlistar blökkumanna og tónlistarhefðar í Suðurríkjum Bandaríkjanna á tímum þrælahalds. Hljómsveitin hefur spilað á Blúshátíðum Blúsfélags Reykjavíkur, Blúshátíð Norden Blues í Rangárþingi, Stofnfundi Blúsfélags Suðurnesja auk fjölda annarra tónleika á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Hljómsveitina skipa Hannes Birgir Hjálmarsson söngvari, Snorri Björn Arnarson - gítar, Jakob Viðar Guðmundsson - bassi, Kolbeinn Reginsson - gítar og Niels Peter Scharff Johannson - trommur. Húsið opnar kl 20. Aðgangseyrir aðeins 500 krónur, sem rennur til starfsins í Virkjun. Allir velunnarar Virkjunar velkomnir.
Með kveðju Vinir í velgengni.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:57 | Facebook