CODA fundir í Virkjun, fimmtudaga kl: 14:00, allir hjartanlega velkomnir. Sjálfboðaliði og ritari; Ármann Guðmundsson

12 Loforð CoDA
Ég má búast við breytingum á lífi mínu ef ég stunda CoDA-prógrammið. Þegar ég reyni að vinna sporin og fylgja erfðavenjunum af heiðarleika upplifi ég eftirfarandi:

1. Mér finnst ég loksins vera hluti af einhverju. Tómleikinn og einmanleikinn hverfur.
2. Óttinn stjórnar mér ekki lengur. Ég kemst yfir hann og tileinka mér hugrekki, heilindi og sjálfsvirðingu í öllu sem ég tek mér fyrir hendur.
3. Ég kynnist nýju frelsi
4. Ég sleppi tökunum af áhyggjum, sektarkennd og eftirsjá vegna fortíðar minnar og nútíðar. Ég er nógu meðvitaður til að endurtaka ekki það sem miður fór.
5. Ég kynnist nýjum kærleika og sátt við mig og aðra. Mér finnst ég raunverulega verðugur ástar, kærleiksríkur og elskaður.
6. Ég læri að finnast ég vera jafningi annarra. Ný, sem og endurnýjuð sambönd mín, eru öll við jafningja mína.
7. Ég get þróað og viðhaldið heilbrigðum og kærleiksríkum samböndum. Þörfin til að stjórna öðrum hverfur þegar ég læri að treysta þeim sem eru traustsins verðir.
8. Ég læri að það er mögulegt að breytast til hins betra – að verða kærleiksríkari, nánari öðrum og að geta veitt stuðning.
9. Ég geri mér grein fyrir að ég er einstök og dýrmæt sköpun.
10. Ég þarf ekki lengur að treysta eingöngu á aðra til að finnast ég einhvers virði.
11. Ég treysti leiðsögn sem ég fæ frá mínum æðri mætti og fer að trúa á eigin getu.
12. Ég öðlast smám saman æðruleysi, styrk og andlegan þroska í daglegu lífi mínu.

Atferlismynstur og einkenni meðvirkni

Afneitun:
• Ég á erfitt með að gera mér grein fyrir því hvernig mér líður.
• Ég geri lítið úr, breyti eða afneita því hvernig mér líður.
• Mér finnst ég algjörlega óeigingjarn og einarðlega helgaður velferð annara.

Lítil sjálfsvirðing:
• Ég á erfitt með að taka ákvarðanir.
• Ég dæmi allt sem ég hugsa, segi og geri harðlega og finnst það aldrei nógu gott.
• Ég fer hjá mér þegar ég fæ viðurkenningu, hrós eða gjafir.
• Ég bið aðra ekki um að mæta þörfum mínum eða þrám.
• Ég tek álit annara á hugsunum mínum, tilfinningum og hegðun fram yfir mitt eigið.
• Mér finnst ég ekki vera manneskja sem hægt er að elska og virða.

Undanlátssemi:
• Ég breyti gildum mínum og heilindum til þess að forðast höfnun eða reiði annara.
• Ég er næmur fyrir því hvernig öðrum líður og mér líður eins og þeim.
• Ég er fram úr hófi trúr fólki og kem mér því ekki nógu fljótt úr skaðlegum aðstæðum.
• Ég met skoðanir og tilfinningar annara meir en mínar eigin og er hræddur við að láta álit mitt í ljós ef ég er ósammála einhverju.
• Ég set áhugamál mín og tómstundir til hliðar til þess að gera það sem aðrir vilja.
• Ég sætti mig við kynlíf þegar ég vil ást.

Stjórnsemi:
• Mér finnst annað fólk ófært um að sjá um sig sjálft.
• Ég reyni að sannfæra aðra um það hvað þeim “á” að finnast og hvernig þeim líður í „raun og veru“.
• Ég fyllist gremju þegar aðrir leyfa mér ekki að hjálpa sér.
• Ég gef öðrum ráð og leiðbeiningar óspurður.
• Ég helli gjöfum og greiðum yfir þá sem mér þykir vænt um.
• Ég nota kynlíf til þess að öðlast viðurkenningu.
• Fólk verður að þurfa á mér að halda til þess að ég geti átt í sambandi við það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband