3.3.2011 | 08:46
Ljósmyndaklúbbur Virkjunar á þriðjudögum kl 14:00.
Ljósmyndaklúbbur Virkjunar hefur göngu sína aftur eftir allt of langt hlé. Þriðjudaginn 8 mars kl 14:00 hittast áhugamenn um ljósmyndun í Virkjun. Klúbburinn er bæði fyrir byrjendur sem og lengra komna. Áhugamenn munu standa fyrir byrjendakennslu þar sem farið verður yfir gunnstillingar t.d. ljósop og hraða. Eins er fyrirhugað að bjóða atvinnumönnum að halda fyrirlestra.
Á fyrsta fundinum verður rætt um skipulag og hvað menn vilja gera. Sjálfboðaliði og leiðbeinandi verður Tryggvi G. Sveinsson. Allir hjartanlega velkomnir. Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda okkur póst á: virkjunmannauds@gmail.com, hringja í síma: 426-5388 eða senda okkur skilaboð á facebook.
Kveðja
Virkjun mannauðs á Reykjanesi
Flokkur: Menning og listir | Facebook