6.12.2010 | 10:47
Félagsvinir kynning á morgun kl.14:00
Fjóla Einarsdóttir verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum mun fara yfir hugmyndafræði verkefnisins og í kjölfarið halda fyrirlestur um markmiðssetningar.
Félagsvinaverkefni fyrir atvinnuleitendur byggir á sambandi tveggja einstaklinga þar sem annar leiðir sambandið (sjálfboðaliði) en hinn þiggur leiðsögn (atvinnuleitandi), þeir eru félagsvinir hvors annars. Sá sem leiðir sambandið hefur hlotið til þess þjálfun hjá samstarfsaðilum verkefnisins og hefur einnig sjálfur reynslu af atvinnuleit. Hvert samband varir í þrjá mánuði, á þessu þriggja mánaða tímabili hittast félagsvinir einu sinni í viku. Atvinnuleitendur setja sér sjálfir persónuleg markmið sem þeir vilja ná með sambandinu og gera vinnuáætlun með aðstoð verkefnisstjóra og sínum félagsvini. Markmiðin geta fjallað um að afla nýrrar þekkingar, efla persónulega eiginleika eða breyta ákveðnum venjum. Við setningu markmiðanna er mikilvægt að atvinnuleitandinn skoði þarfir sínar í víðu samhengi og meti stöðu, umhverfi, sérþekkingu og eiginleika sína. Í lok tímabilsins er samband félagsvina skoðað og árangur einstaklinga metinn.
Hvetjum alla til að mæta og kynna sér þetta áhugaverða verkefni.
Nánari upplýsingar um verkefnið má sjá á eftirfarandi slóð http://www.redcross.is/id/1003146
Kveðja
Flokkur: Menning og listir | Facebook