Fyrirlestur um ljósmyndun

Á Þriðjudaginn næsta, 30.nóvember kl.14:00 ætlar einn af okkar færustu ljósmyndurum frá Keflavík hann Einar Falur Ingólfsson að vera með fyrirlestur um ljósmyndun hér í Virkjun. Frábært tækifæri fyrir áhugamenn að læra af meistaranum.

Einar Falur er með próf í bókmenntafræði frá HÍ og MFA-gráðu í ljósmyndun frá School of Visual Arts í New York. Hann hefur unnið með ljósmyndurunum Mary Ellen Mark og Patrick Demarchelier, New York City, 1992 - 1995. Hann á ljósmyndir í fjölda bóka og tímarita, innlendum sem erlendum. Hann hefur haldið jósmyndasýningar í Reykjavík, Keflavík, New York, Stokkhólmi og Krefeld og hefur hlotið fern verðlaun á sýningum Blaðaljósmyndarafélags Íslands

Fyrirlesturinn er ókeypis og allir eru velkomnir. Vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja

Virkjun

 ljosmyndun_1044628.jpgeinar.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband