19.11.2010 | 09:13
Kynningarfundur Frumkvöðlasetursins í Virkjun
Fimmtudaginn 25. nóvember, kl. 14:00 - 15:00 mun verkefnastjóri Frumkvöðlasetursins á Ásbrú, Þóranna K. Jónsdóttir, kynna þá þjónustu sem býðst í setrinu.
Þeir sem hafa leitt hugann að því að fara út í rekstur, eru með viðskiptahugmynd, hugmynd að vöru og þjónustu, eða jafnvel eru í rekstri en vilja bæta fyrirtækið með því að gera eitthvað nýtt, eru hvattir til að koma og líka bara allir þeir sem hafa áhuga á að kynnast Frumkvöðlasetrinu.
Virkjun
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:16 | Facebook