Hláturinn lengir lífið

Á morgun ætlar Marta Eiríksdóttir að vera með hláturjóga hér í virkjun kl. 14:00. Allir eru velkomnir.

Hláturjóga er aðferð sem þróuð var af indverska lækninum Dr. Madan Kataria og Madhuri Kataria, konunni hans sem er jógakennari. Í hláturjóga er farið í jógastöður, kraftmikla öndun og léttar æfingar sem framkalla hlátur í hópnum án tilefnis. Þú þarft ekki að vera hláturmild/ur til að stunda hláturjóga því æfingarnar opna fyrir hláturinn á eðlilegan hátt.

Lífið verður mun léttara eftir tímann í hláturjóga, við bíðum ekki eftir því að það verði léttara til að hlæja. Betra er að hlæja til að gera lífið léttara!

Kveðja

Virkjun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband