Myndlist á morgun

Við viljum minna á myndlistartímann á morgun kl.14:00. Leiðbeinandi verður Guðmundur Rúnar Lúðvíksson.

Guðmundur er myndlistamenntaður frá Myndlista og handíðaskóla Íslands og  með framhaldsmenntun frá Listaakademíunni í Rotterdam í Hollandi og Listaakademíunni í Frankfurt Þýskalandi. Hann hefur haldið fjölda sýninga og sýnt í flestum söfnum og galleríum grl.jpghér heima.

Guðmundur flutti gjörningaverkið „Bláberjamaðurinn” á ljósanótt, þar sem hann makaði sjálfan sig bláberjamauki. 

Guðmundi Rúnari er margt til lista lagt en samhliða myndlistinni hefur hann látið til sín taka á tónlistarsviðinu.
Allir eru velkomnir, það þarf bara að koma með góða skapið.

Kveðja Virkjun

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband