Óli Haukur Mýrdal ljósmyndari verður með fyrirlestur í ljósmyndaklúbbi Virkjunar á morgun, þriðjudag, 27. apríl.kl 14:00

Óli Haukur

Óli Haukur Mýrdal ljósmyndari verður með fyrirlestur í ljósmyndaklúbbi Virkjunar á morgun, þriðjudag, 27. apríl.kl 14:00

Það vakti athygli þegar Keflvíski ljósmyndarinn Óli Haukur Mýrdal átti magnaða mynd af eldgosinu í Eyjafjallajökli á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Myndin er af eldingum í öskustróknum sem leggur upp frá eldstöðinni og var tekin um nótt.

Áhugi Óla á ljósmyndun byrjaði fyrir alvöru árið 2006 og hefur hann náð ótrúlegum árangri síðan. Hann hefur náð að skapa sér verkefni í gegnum þennan áhuga á ljósmyndun.

  Óli Haukur hefur farið þrjár ferðir að gosinu. Tvær þeirra voru að gosinu á Fimmvörðuhálsi og svo einu sinni í nágrenni gossins á jöklinum sjálfum. Í samtali við Víkurfréttir sagðist Óli hafa sent nokkrar myndir til erlendra fjölmiðla og BBC hafi svarað um hæl og m.a. birt umtalaða myndir.

Óli Haukur verður með fyrirlestur á morgun í Virkjun klukkan 14:00 og hvetjum við alla áhugasama ljósmyndara að koma og fræðast um hver galdurinn sé við að taka mynd sem erlendir fjölmiðlar eru tilbúnir til í að birta í sínum miðlum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband