Opið hús í Virkjun á sumardaginn fyrsta

Sumardaginn fyrsta, 22. apríl nk. verður opið hús í Virkjun í tengslum við Opin dagur á Ásbrú. Húsið verður opið frá 13:00-17:00 og boðið verður upp á skemmtilega dagskrá og afþreyingu. Dagskráin er í mótun.

-Vöfflusala. Velferðarsjóður verður með vöffusölu.

-Flugmódelfélagið verður á staðnum

-Púlsinn námskeið, hláturjóga kl. 15:30. Marta Eiríksdóttir jógakennari verður með hláturjóga.

- Pílukastfélagið verður á staðnum.

- Billiard eldri borgara. Eldri borgarar ætla að bjóða öllumí billiard. Ein flottasta billardaðstaðan á Suðurnesjum.

-Sölubásar:

Foreldrafaðmur. Ásta María Guðmundsdóttir verður með kynningu á barnaburði og ætlar að selja Mei tai burðarpoka sem hún er með til sölu á heimasíðunni foreldrafadmur.net.

ISbambus. Dagný Ósk Ásgeirsdóttir verður með kynningu á og til sölu taubleiur og fylgihluti, taudömubindi, taubrjóstainnlegg og leikjasilki.

Hönd í hönd. Soffía Bæringsdóttir doula verður með kynningu á starfsemi sinni og ætlar að selja baðsalt og ilmkjarnaolíur. Heimasíðan hennar er hondihond.net.

Tamezonline. Tamila Gámez Garcell ætlar að selja og kynna taubleiur sem hún er með til sölu á tamezonline.com.

Snilldarbörn. Ingunn Hallgrímsdóttir ætlar að kynna vörurnar sem hún selur á heimasíðu sinni, snilldarborn.com.

Sápan. Ólafur Árni Halldórsson verður með kynningu á sápugerð og ætlar að selja sápur á einu borði. Heimasíða Sápunnar er sapan.is.

Ýmis konar handverk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband