Samkaup gefur Virkjun kaffi og vöfflur í marsmánuði

... og skorar á ÍAV-þjónustu að sjá um kaffið í apríl.

Leitin að "Postulunum 12" stendur nú yfir hjá Virkjun mannauðs, sem staðsett er á Ásbrú. Postularnir styrkja starfsemi Virkjunar með því að leggja til kaffi í einn mánuð og bjóða upp á vöfflur tvisvar í viku þann mánuð sem fyrirtækið sér um kaffið.

Samkaup hf. riðu á vaðið og styrktu Virkjun um kaffi og vöfflur í marsmánuði og skora á ÍAV-þjónustu að taka að sér að bjóða upp á kaffi og vöfflur í apríl. Það kemur síðan í hlut ÍAV-þjónstu að skora á fyrirtæki í maí og svo koll af kolli.
Vöfflukaffið ætlar Virkjun að hafa til að byrja með á þriðjudögum kl. 14:30 og á fimmtudögum kl. 10:30. Allir ávallt velkomnir.

"Verkefnin framundan hjá Virkjun eru bæði margþætt og mörg og nú ríður á að við tökum höndum saman svo Virkjun megi verða sá öflugi vettvangur fyrir atvinnuleitendur sem svo sannarlega er þörf á. Hlutverk Virkjunar er að verða ein allsherjar Virknimiðstöð, auka á virkni atvinnuleitenda og stuðla að því að þeir geti annaðhvort farið af stað sjálfir með atvinnusköpun eða komist í starf þegar tækifæri opnast. Gott er að fylgjast með starfsemi Virkjunar á virkjun.net og einnig erum við á Facebook; Virkjun mannauðs á Reykjanesi. Opið er alla daga vikunnar frá 09:00 til 16:00" segir Gunnar Halldór Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Virkjun.

Upprunalegu fréttina má sjá hér:

http://vf.is/Tolublod/Sudurnes/1/1701/11/Risasida/default.aspx



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband