8.3.2010 | 12:31
Ellert Grétarsson verður gestur ljósmyndaklúbbsins á morgun
Ellert Grétarsson, ljómyndara Víkurfrétta verður gestur
ljósmyndaklúbbsins á morgun (þriðjudag)kl. 14:00 hér í Virkjun.
Ellert fjallar aðallega um landslags- og nátturuljósmyndum. Hann mun
sýna ljósmyndir úr safni sínu af áhugaverðum stöðum á Íslandi og skýra
hvernig þær voru teknar.
Komið verður inn á tæknileg og praktísk atriði þar að lútandi.
Fyrirlesturinn er í boði Víkurfrétta. Markmið hans er að auka skilning
á tæknilegum atriðum ljósmyndunar sem geti reynst þátttakendum gott
veganesti við iðkun þess skemmtilega og skapandi áhugamáls sem
ljósmyndun er. Allir velkomnir.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:33 | Facebook