8.2.2010 | 11:16
Vikan 8.-12. febrúar í Virkjun
Ljósmyndaklúbbur á þriðjudaginn kl. 14:00
Prjónahittingur á þriðjudaginn og fimmtudaginn frá kl. 10:00-12:00. Harpa Jóhanns verður á staðnum fyrir þá sem vantar aðstoð.
Föndurhittingur á miðvikudaginn frá kl. 10:00-12:00 í aðalrýminu. Berglind Ásgeirsdóttir skrappari og áhugamanneskja um föndur verður á staðnum til skrafs og ráðagerða. Komdu með föndrið þitt og hittu aðra föndrara.
Billiard á fimmtudaginn frá kl. 13:00-15:00 og á föstudaginn frá kl. 10:00-12:00. Arnar úr 88 húsinu verður á staðnum til að leiðbeina fólki.
Á fimmtudagskvöldið er svo hið víðfræga prjónakvöld frá kl. 20-22.
Allir velkomnir á alla viðburði og að sjálfsögðu er heitt á könnunni.
Opnunartími Virkjunar er frá kl. 9:00-16:00 alla virka daga.
Flokkur: Menning og listir | Facebook