2.2.2010 | 11:42
Föndurklúbbur í Virkjun
Til stendur að stofna föndurklúbb í Virkjun. Með föndri er t.d átt við scrapbooking (skrapp), bútasaum, kortagerð, trémálun, glermálun, servíettuföndur, þæfing, skartgripagerð, kertaskreytingar, mosaicgerð og svo framvegis, enda margt í boði þó það sé ekki allt talið upp.
Okkur langar að kanna áhuga fólks á því og ef sá áhugi er fyrir hendi er hægt að hugsa sér að byrja strax í næstu viku. Mögulega verður í boði fræðsla frá áhugamönnum.
Aðalatriðið er þó að koma saman og föndra.
Þeir sem hafa áhuga hringi í síma Virkjunar 426-5388 eða sendi tölvupóst á virkjunmannauds@gmail.com og gefi upp nafn, símanúmer og tölvupóstfang og við munum hafa samband.
Virkjun er opin frá kl. 09:00 16:00 virka daga .
Alltaf heitt á könnunni og allir velkomnir.
Kær kveðja Gunnar Halldór og Ásta María í Virkjun
Flokkur: Menning og listir | Facebook