21.1.2010 | 14:46
Ljósmyndaklúbbur í Virkjun
Til stendur að stofna ljósmyndaklúbb í Virkjun.
Okkur langar að kanna áhuga fólks á því og ef áhugi er fyrir hendi er hægt að hugsa sér að byrja strax í næstu viku. Mögulega verður í boði fræðsla frá áhugamönnum. Læra grunnatriði varðandi ljósmyndun, fjalla almennt um stafrænar myndavélar, mismunandi gerðir, stillingar sem henta við mismunandi aðstæður svo sem mismunandi veðurskilyrði, sjónarhorn, lýsingu og margt fleira.
Aðalatriðið er þó að koma saman og ræða um ljósmyndun, fræðast og fara út og taka myndir. Ekki er skilyrði að eiga myndavél til að taka þátt.
Þeir sem hafa áhuga hringi í síma Virkjunar 426-5388 eða sendi tölvupóst á virkjunmannauds@gmail.com og gefi upp nafn, símanúmer og tölvupóstfang og við munum hafa samband.
Virkjun er opin frá kl. 09:00 16:00 virka daga .
Alltaf heitt á könnunni og allir velkomnir.
Kær kveðja Gunnar Halldór og Ásta María í Virkjun
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:23 | Facebook