Færsluflokkur: Menning og listir
10.2.2011 | 13:11
Sundkortin eru komin aftur :o)
Sundkortin eru loksins komin aftur í hús. Atvinnulausum stendur til boða að frá frítt í sund. Kortin eru sótt hjá okkur í Virkjun.
Virkjun
9.2.2011 | 08:31
Billiard kennsla
Billiard kennsla er í Virkjun alla Fimmtudaga kl.13:00-14:30 og Föstudaga kl.10:00-12:00. Kennari og leiðbeinandi er Jósep Valgeirsson. Opið öllum og ókeypis, vertu velkomin
Virkjun
8.2.2011 | 11:18
Fluguhnýtingar
Alla Miðvikudaga kl.14:00 er hér hópur að hittast og hnýta flugur. Allt efni er á staðnum og er ókeypis. Allir eru velkomnir byrjendur sem og lengra komnir, karlar og konur :o)
Kveðja
Virkjun
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook
8.2.2011 | 11:16
Stærðfræðikennsla ókeypis
Alla Miðvikudaga kl.14:00 er stærðfræðikennsla fyrir alla, byrjendur sem og lengra komna. Kennari og sjálfboðaliði er Gunnar Björnsson.
Kveðja
Virkjun
8.2.2011 | 09:59
Vinir í velgengni
Athugið að kynningarfundurinn fyrir Vinir í Velgengni er kl.13:00 en ekki kl. 14:00 eins og var auglýst.
Vonumst til að sjá sem flesta
Kveðja
Virkjun
8.2.2011 | 09:15
Enska fyrir byrjendur / english lessons for beginners
Alla Miðvikudaga í Virkjun kl.10:30-11:30 er enskukennsla fyrir byrjendur. Leiðbeinandi og sjálfboðaliði er William Konchak.
Every Wednesday at 10:30-11:30 is a english lessons for beginners at Virkjun. The lessions are open for everybody and you can come whenever you can.
Looking forward to seeing you :o)
Kveðja
Virkjun
4.2.2011 | 09:05
Vinir í velgengni
Lumar þú á auðlind?
Verkefni okkar í daglegu lífi eru fjölmörg. Allt frá einföldum hlutum eins og að versla í matinn til erfiðari ákvarðanna eins og að sækja um vinnu eða gera samninga við lánadrottna. Öll viljum við gera betur en vitum oft ekki hvaða leiðir á að velja og hvernig ætti að velja þær. Sumir eiga jafnvel erfitt með að sjá hvar þeir eru standa í dag.
Síðastliðin ár hef ég fengið fjölmörg verkefni í lífinu. Lengi tókst ekki vel til og oft valdi ég rangar leiðir og aðferðir til að uppfylla drauma mína. Margoft gekk ég á veggi og barðist gegn straumnum. Stundum sat ég í súpunni og stundum gafst ég einfaldlega upp. En oft valdi ég vel og náði árangri. Sem dæmi hætti ég neyslu áfengis, hætti að reykja, lagði til hliðar fordóma, ótta og hroðvirkni og lærði góð og eðlileg samskipti. Fjármál mín hafa færst frá glundroða og ráðleysi til jafnvægis, samskipti við fjölskyldu hafa batnað stórlega og ég hef eignast marga kæra vini. Ég sagði einnig skilið við starfsframakapphlaupið svokallaða og fór í langþráð en óttablandið háskólanám. En eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert er að taka saman bestu aðferðirnar og bestu mistökin af reynslu minni og setja saman í áhrifaríkt námskeið fyrir alla sem langar að breyta lífi sínu og öðlast betri líðan.
Í lífinu bíða þín ekki vandamál heldur lausnir. Það er einmitt slagorð Vinir í Velgengni sem er eitt skemmtilegasta og öflugasta nýsköpunarverkefni ársins, nýsköpun í þínu eigin lífi og tilveru.
Hlutverk verkefnisins er að staðsetja og skilgreina auðlindir þínar, setja raunhæf markmið og ná velgengni með þessar auðlindir.
Allir eiga innra með sér auðlindir sem geta skapað okkur ríkidæmi en suma vantar jafnvel bara smá hjálp við að þekkja og nýta þær. Hvort sem þú óskar þér aukinnar menntunnar, þróa áhugamál, nýta betur reynslu eða bara velta upp heimspekilegum hugmyndum um lífið þá ert þú þín eigin auðlind.
Allir sem óska betri líðan og vilja taka þátt í skemmtilegasta og öflugasta nýsköpunarverkefni ársins er boðið á kynningarfund í Virkjun næstkomandi miðvikudag 9.febrúar kl 14.00.
Með kærri kveðju,
Haukur Hilmarsson
Sjálfboðaliði í Virkjun og Háskólanemi
4.2.2011 | 08:55
Dagskrá Virkjun. Vika 6
Heimasíða; virkjun.net. Fésbókin; Virkjun mannauðs á Reykjanesi. Sími: 426-5389
Opið frá kl 08:00-16:00
Mánudagur 7. febrúar
Sterkari starfsmaður* 08:30-12:15
Billiard eldri borgara, 09:00-12:00
Árangursríkari starfsleit* 09:00-15:30
Færni í ferðaþjónustu* 09:00-14:00
Norska* UFTA 09:30-11:30
Norska* ÞOR 12:00-14:00
Útskurður, 13:00, hópur B, Byrjendanámskeið Sjálfboðaliði; Jón Arason.
Gítarnámskeið fyrir byrjendur. 13:00 Sjálfboðaliði; Bjarni Stefánsson
Tölvur fyrir alla, 14:00-16:00 Sjálfboðaliði; Ragnar Sigurðsson
Al-Anon kl. 21:00-22:00
Þriðjudagur 8. febrúar
Sterkari starfsmaður* 08:30-12:15
Árangursríkari starfsleit* 09:00-15:30
Færni í ferðaþjónustu* 09:00-14:00
Handavinna. 10:00-12:00 Sjálfboðaliði;Harpa Jóhannsdóttir
Skrauskrift 13:00-14:00 Sjálfboðaliði; Úlfar Hermannsson
Gönguhópurinn Virkir15:00 Sjálfboðaliði; Randý S.B. Guðmundsdóttir.
Miðvikudagur 9. febrúar
Sterkari starfsmaður* 08:30-12:15
Færni í ferðaþjónustu* 09:00-14:00
Enska fyrir alla kl. 10:30-11:30 Sjálfboðaliði; William Konchak
Vinir í velgengni 13:00-14:00 Sjálfboðaliði
Útskurður, kl 13:00 hópur A, Byrjendanámskeið Sjálfboðaliði; Sindri Fannar.
Stærðfræði fyrir alla 14:00 Sjálfboðaliði; Gunnar Björnsson
Fluguhnýtingahópur 14:00 Sjálfboðaliði:Rúnar Björnsson
Leiðin til velgengni, Verkefnat.14:00-15:30 Sjálfboðaliði; Katrín Garðarsdóttir
Íslenskuhópur, vinarstund 14:00-15:00
Fluguhnýtingaklúbbur Suðurnesja kl 19:30
Fimmtudagur 10. febrúar
Sterkari starfsmaður* 08:30-11:30
Billiard eldri borgara 09:00-12:00
Færni í ferðaþjónustu* 09:00-14:00
Norska* UFTA 09:30-11:30
Handavinna kl:10:00-12:00 Sjálfboðaliði;Harpa Jóhannsdóttir
Kynningarfundur Vinnumálastofnunar 10:00-11:30
Vöfflukaffi 10:30
Billiard kl. 13:00-14:30 Sjálfboðaliði; Jósep Valgeirsson
Gönguhópurinn Virkir15:00 Sjálfboðaliði; Randý S.B. Guðmundsdóttir.
Prjónakaffi 20:00-22:00 Harpa Jóhannsdóttir
OA kl: 20:00-22
Föstudagur 11. febrúar
Sterkari starfsmaður* 08:30-12:15
Billiard kl. 10:00-12:00 Sjálfboðaliði; Jósep Valgeirsson
Myndlistarhópur 14:00-16:00. Sjálfboðaliði; Hjalti Parelius
*Lokaðir hópar
3.2.2011 | 14:55
Ókeypis gítarnámskeið
Á mánudaginn 7.febrúar kl.13:00 byrjar gítarnámskeið og mun Bjarni Stefánsson sjálfboðaliði í virkjun sjá um kennsluna. Nemendur þurfa að koma sjálfir með gítar. Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið og byðjum við því um að áhugasamir skrá sig með því að senda okkur póst á: virkjunmannauds@gmail.com, hringja í síma: 426-5388 eða senda okkur skilaboð á facebook.
Virkjun
2.2.2011 | 08:54
Námskeið í Skrautskrift
Byrjendanámskeið í skrautskrift byrjar á Þriðjudaginn 8.febrúar frá kl.13:00-15:00
ALLIR geta lært skrautskrift: Börn jafnt sem aldraðir, örvhentir jafnt sem rétthentir, illa skrifandi jafnt sem þeir sem hafa glæsilega rithönd...
Námskeiðið er ókeypis og það eina sem þarf að koma með er góða skapið.
Endilega látið okkur vita hvort þið ætlið að mæta með því að senda okkur e-mail á virkjunmannauds@gmail.com, hringja í síma: 426-5388 eða senda okkur skilaboð á facebook.
Virkjun
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook