Færsluflokkur: Menning og listir

Blúskvöld í Virkjun, fimmdudag kl 20:30

lamedudes1Blúsbandið The Lame Dudes mun halda blústónleika fimmtudagskvöldið 7. apríl í Virkjun. The Lame Dudes er talið eitt fremsta blús band Íslands, þannig að þetta er einstakt tækifæri að koma og hlusta á blúsinn eins og hann getur verið bestur. Blúsinn er sígilt tónlistarform sem á upptök sín í samruna tónlistar blökkumanna og tónlistarhefðar í Suðurríkjum Bandaríkjanna á tímum þrælahalds. Hljómsveitin hefur spilað á Blúshátíðum Blúsfélags Reykjavíkur, Blúshátíð Norden Blues í Rangárþingi, Stofnfundi Blúsfélags Suðurnesja auk fjölda annarra tónleika á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Hljómsveitina skipa Hannes Birgir Hjálmarsson söngvari, Snorri Björn Arnarson - gítar, Jakob Viðar Guðmundsson - bassi, Kolbeinn Reginsson - gítar og Niels Peter Scharff Johannson - trommur. Húsið opnar kl 20. Aðgangseyrir aðeins 500 krónur, sem rennur til starfsins í Virkjun. Allir velunnarar Virkjunar velkomnir.

Með kveðju Vinir í velgengni.


Dagskrá Virkjun. Vika14. Opið frá kl 08:00-16:00. Sími: 426-5388

Mánudagur 4. apríl
Billiard eldri borgara, 08:30-12:00
Árangursríkari starfsleit* 09:00-15:30
Norska* UFTA 09:30-11:30
Norska* ÞOR 12:00-14:00
Útskurður, 13:00, hópur B, byrjendanámskeið. Sjálfboðaliði; Jón Arason.
Gítarnámskeið fyrir byrjendur. 13:00 Sjálfboðaliði; Jón Sigurðsson
Tölvur fyrir alla, 14:00-16:00 Sjálfboðaliði; Ragnar Sigurðsson

Þriðjudagur 5. apríl
Árangursríkari starfsleit* 09:00-15:30
Á.S. með eftirfylgni* 09:00-12:00
Studio List* 09:00-16:00
Handavinna. 10:00-12:00 Sjálfboðaliði; Harpa Jóhannsdóttir
Austurlensk matargerð. 11:00-13:00 Sjálfboðaliði; Debbie Ramirez
Skrautskrift 13:00-15:00 Sjálfboðaliði; Úlfar Hermannsson
Ljósmyndaklúbbur 14:00-15:00 Sjálfboðaliði; Tryggvi G. Sveinsson
Vímuefni, rágjöf /fræðsla/viðtöl. 14:00. Erlingur Jónsson
Gönguhópurinn Virkir 15:00

Miðvikudagur 6. apríl
Dale Carnegie* 09:00-13:00
Enska fyrir alla 10:30-11:30 Sjálfboðaliði; Svava Pétursdóttir
Vinir í velgengni 13:00-14:00 Sjálfboðaliði; Haukur Hilmarsson
Útskurður, kl 13:00 hópur A, byrjendanámskeið. Sjálfboðaliði; Jón Arason.
Stærðfræði fyrir alla 14:00 Sjálfboðaliði; Gunnar Björnsson
Fluguhnýtingahópur 14:00 Sjálfboðaliði:Haraldur G. Magnússon
Fluguhnýtingaklúbbur Suðurnesja kl 19:30-22:00
Innhverf íhugun, 19:30-21:00

Fimmtudagur 7. apríl
Billiard eldri borgara 08:30-12:00
Norska* UFTA 09:30-11:30
Handavinna kl:10:00-12:00 Sjálfboðaliði; Harpa Jóhannsdóttir
Vöfflukaffi 10:30
Norska* ÞOR 12:00-14:00
Á.S. með eftirfylgni* 13:00-16:00
Billiard-kennsla kl. 13:00-14:30 Sjálfboðaliði; Jósep Valgeirsson
CODA kl 14:00. Sjálfboðaliði og ritari; Ármann Guðmundsson
Gönguhópurinn Virkir 15:00
Prjónakaffi 20:00-22:00
Blúskvöld Virkjunar 20:30

Föstudagur 8. apríl
Studio List* 09:00-16:00
Billiard-kennsla kl. 10:00-12:00 Sjálfboðaliði; Jósep Valgeirsson
Austurlensk matargerð. 11:00-13:00 Sjálfboðaliði; Debbie Ramirez
Á.S. með eftirfylgni* 13:00-16:00
Víkingaflautur og fl. 13:00-14:00 Sjálfboðaliði; Böðvar Gunnarsson
Myndlistarhópur 14:00-16:00. Sjálfboðaliði; Hjalti Parelius
*Lokaði hópar


Nýtt og spennandi námskeið í austurlenskri matargerð í Virkjun

austurlensk matargerð Nú ætlum við að bjóða uppá ókeypis matreiðslunámskeið á föstudögum og þriðjudögum í Virkjun. Matreiðslunámskeiðið er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Sjálfboðaliði og kennari á námskeiðinu verður Debbie Ramirez. Námskeiðið verður á þriðjudögum og föstudögum frá kl 11:00 til 13:00. Fyrst námskeiðin verða 1 april og 5 apríl. Takmarkaður fjöldi þátttakenda á hverju námskeiði.Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda okkur póst á: virkjunmannauds@gmail.com, hringja í síma: 426-5388 eða senda okkur skilaboð á facebook.

Dagskrá Virkjun.Vika13. Opið frá kl 08:00-16:00. Sími: 426-5388

Mánudagur 28. mars
Sterkari starfsmaður* 08:30-11:30
Billiard eldri borgara, 08:30-12:00
Árangursríkari starfsleit* 09:00-15:30
Norska* UFTA 09:30-11:30
Norska* ÞOR 12:00-14:00
Dale Carnegie kynning 13:00
Útskurður, 13:00, hópur B, byrjendanámskeið. Sjálfboðaliði; Jón Arason.
Gítarnámskeið fyrir byrjendur. 13:00 Sjálfboðaliði; Bjarni Stefánsson
Tölvur fyrir alla, 14:00-16:00 Sjálfboðaliði; Ragnar Sigurðsson

Þriðjudagur 29. mars
Árangursríkari starfsleit* 09:00-15:30
Studio List* 09:00-16:00
Handavinna. 10:00-12:00 Sjálfboðaliði; Harpa Jóhannsdóttir
Skrautskrift 13:00-15:00 Sjálfboðaliði; Úlfar Hermannsson
Ljósmyndaklúbbur 14:00-15:00 Sjálfboðaliði; Tryggvi G. Sveinsson
Vímuefni, rágjöf /fræðsla/viðtöl. 14:00. Erlingur Jónsson
Gönguhópurinn Virkir15:00 Sjálfboðaliði; Randý S.B. Guðmundsdóttir.

Miðvikudagur 30. mars
Enska fyrir alla kl. 10:30-11:30 Sjálfboðaliði; Svava Pétursdóttir
Vinir í velgengni 13:00-14:00 Sjálfboðaliði; Haukur Hilmarsson
Útskurður, kl 13:00 hópur A, byrjendanámskeið. Sjálfboðaliði; Jón Arason.
Stærðfræði fyrir alla 14:00 Sjálfboðaliði; Gunnar Björnsson
Fluguhnýtingahópur 14:00 Sjálfboðaliði:Haraldur G. Magnússon
Fluguhnýtingaklúbbur Suðurnesja kl 19:30-22:00

Fimmtudagur 21. mars
Billiard eldri borgara 08:30-12:00
Norska* UFTA 09:30-11:30
Handavinna kl:10:00-12:00 Sjálfboðaliði; Harpa Jóhannsdóttir
Vöfflukaffi 10:30
Norska* ÞOR 12:00-14:00
Billiard-kennsla kl. 13:00-14:30 Sjálfboðaliði; Jósep Valgeirsson
CODA kl 14:00. Sjálfboðaliði og ritari; Ármann Guðmundsson
Gönguhópurinn Virkir 15:00 Sjálfboðaliði; Randý S.B. Guðmundsdóttir.
OA kl: 20:00-22:00

Föstudagur 1. apríl
Studio List* 09:00-16:00
Billiard-kennsla kl. 10:00-12:00 Sjálfboðaliði; Jósep Valgeirsson
Austurlensk matargerð. 11:00-13:00 Sjálfboðaliði; Debbie Ramirez
Víkingaflautur fyrir byrjendur 13:00-14:00 Sjálfboðaliði; Böðvar Gunnarsson
Myndlistarhópur 14:00-16:00. Sjálfboðaliði; Hjalti Parelius
*Lokaði hópar


Víkingaflautur fyrir byrjendur. Ókeypis námskeið fyrir alla. Föstudaginn 25 mars kl 13:00

BöðvarFjöllistamaðurinn Böðvar Gunnarsson hefur óbilandi áhuga á frumstæðum og óvenjulegum hljóðfærum svo sem víkingaflautum, nefflautum og munnboga. Áhugi Böðvars á víkingum og víkingamenningu er landsfrægur og hefur hann stundað handverk svipað því sem gert var við landnám og hefur mikla þekking á sögu landnáms. Böðvar Gunnarsson sjálfboðaliði kemur til með að kenna fólki að smíða sér og síðan spila á víkingaflautur og gæti einnig leyft fólki að heyra sinn sérstæða barkasöng. Þetta er ókeypis námskeið og verður alla föstudaga kl 13:00.

Ókeypis ræðunámskeið í Virkjun, fimmtudaginn 24 mars kl 13:00.

Námskeiðið; Sýndu hvað í þér býr verður í boði UMFÍ og Virkjunar fimmtudaginn 24 mars kl. 13:00 til 16:00 í húsnæði Virkjunar Flugvallarbraut 740, Ásbrú. Þetta námskeið hefur verið mjög vinsælt undanfarin ár. Á námskeiðinu er farið yfir ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku, s.s. að taka til máls, framkomu, ræðuflutning, raddbeitingu, skipan ræðu o.fl. Einnig er kennt ýmislegt sem við kemur fundasköpum, m.a. fundareglur, boðun funda, fundaskipan, dagskrá funda, umræður, meðferð tillagna, kosningar o.fl.

Þátttakendur hafa almennt verið hæstánægðir með námskeiðin og segja þau hafa verið lærdómsrík og skemmtileg. Þeir eru sammála um að hafa lært að verða öruggari í framkomu og ræðuhöldum auk þess sem þeir telja gagnlegt að fá svör við mörgum þeim spurninum sem brenna um fundarsköp.
Auk þess sem þátttakendur læra ræðumennsku og fundarsköp er lögð áhersla á að þátttakendur kynnist vel og eigi auðveldara með að mynda tengslanet með hópeflisleikjum og hópverkefnum hvers konar.
UMFÍ hvetur sem flesta til þess að sýna hvað í þeim býr og sækja námskeiðið. Allir eru velkomnir á námskeið hafa samband við Virkjun í síma 426-5388 eða tölvupóst á virkjunmannauds@gmail.com og svo auðvita á fésbókinni.


Dagskrá Virkjun.Vika12. Opið frá kl 08:00-16:00

Mánudagur 21. mars
Sterkari starfsmaður* 08:30-11:30
Billiard eldri borgara, 08:30-12:00
Árangursríkari starfsleit* 09:00-15:30
Norska* UFTA 09:30-11:30
Norska* ÞOR 12:00-14:00
Útskurður, 13:00, hópur B, byrjendanámskeið. Sjálfboðaliði; Jón Arason.
Gítarnámskeið fyrir byrjendur. 13:00 Sjálfboðaliði; Bjarni Stefánsson
Tölvur fyrir alla, 14:00-16:00 Sjálfboðaliði; Ragnar Sigurðsson
Þriðjudagur 22. mars
Sterkari starfsmaður* 08:30-12:15
Árangursríkari starfsleit* 09:00-15:30
Studio List* 09:00-16:00
Handavinna. 10:00-12:00 Sjálfboðaliði; Harpa Jóhannsdóttir
Skrautskrift 13:00-15:00 Sjálfboðaliði; Úlfar Hermannsson
Ljósmyndaklúbbur 14:00-15:00 Sjálfboðaliði; Tryggvi G. Sveinsson
Vímuefni, rágjöf /fræðsla/viðtöl. 14:00. Erlingur Jónsson
Gönguhópurinn Virkir15:00 Sjálfboðaliði; Randý S.B. Guðmundsdóttir.
Miðvikudagur 23. mars
Sterkari starfsmaður* 08:30-12:15
Enska fyrir alla kl. 10:30-11:30 Sjálfboðaliði; Svava Pétursdóttir
Vinir í velgengni 13:00-14:00 Sjálfboðaliði; Haukur Hilmarsson
Útskurður, kl 13:00 hópur A, byrjendanámskeið. Sjálfboðaliði; Jón Arason.
Stærðfræði fyrir alla 14:00 Sjálfboðaliði; Gunnar Björnsson
Fluguhnýtingahópur 14:00 Sjálfboðaliði:Haraldur G. Magnússon
Fluguhnýtingaklúbbur Suðurnesja kl 19:30-22:00
Fimmtudagur 24. mars
Sterkari starfsmaður* 08:30-11:30
Billiard eldri borgara 08:30-12:00
Norska* UFTA 09:30-11:30
Handavinna kl:10:00-12:00 Sjálfboðaliði; Harpa Jóhannsdóttir
Vöfflukaffi 10:30
Norska* ÞOR 12:00-14:00
Sýndu hvað í þér býr 13:00-16:00 Sjálfboðaliði;Sigurður Guðmundsson
Billiard-kennsla kl. 13:00-14:30 Sjálfboðaliði; Jósep Valgeirsson
CODA kl 14:00. Sjálfboðaliði og ritari; Ármann Guðmundsson
Gönguhópurinn Virkir 15:00 Sjálfboðaliði; Randý S.B. Guðmundsdóttir.
Prjónakaffi 20:00-22:00
OA kl: 20:00-22:00
Föstudagur 25.mars
Sterkari starfsmaður* 08:30-12:15
Studio List* 09:00-16:00
Billiard-kennsla kl. 10:00-12:00 Sjálfboðaliði; Jósep Valgeirsson
Víkingaflautur fyrir byrjendur 13:00-14:00 Sjálfboðaliði; Böðvar Gunnarsson
Myndlistarhópur 14:00-16:00. Sjálfboðaliði; Hjalti Parelius
Innhverf íhugun 19:30-21:00 og einnig Laugardag 26.mars 10:00-18:00 og
Sunnudag 27 mars 19:30-21:00.
*Lokaði hópar

Innhvef Íhugun

Námskeið í Innhverfri Íhugun á Suðurnesjum

 

Föstudaginn 25. mars er Suðurnesjamönnum boðið uppá námskeið í Innhverfri Íhugun.  Þetta er þriðja námskeiðið sem haldið er hér á svæðinu, en nú þegar hafa milli 70 og 80 Suðurnesjamenn lært tæknina.

Innhverf Íhugun er aldagömul indversk íhugunartækni, einföld og náttúruleg sem Maharishi Mahesh Yogi hefur innleitt á Vesturlöndum. Það er einfalt að læra tæknina, auðvelt að iðka hana og iðkunin felur ekki í sér neins konar heimspeki, hegðun eða lífsvenjur.  Í dag iðka rúmlega sex milljónir manna, á öllum aldri, um allan heim, af ólíkum uppruna og með ólíkan menningarlegan og trúarlegan bakgrunn, Innhverfa Íhugun.  Námskeiðið gengur útá að kenna manni tæknina og hvað það er sem gerist þegar maður nær tökum á henni.  Meðan á iðkun stendur kyrrist hugurinn smám saman þar til hljóðasta ástandi er náð  ,, tær vitund“ sem lýsa má sem sviði allra möguleika hugans.  Í þessu ástandi starfar heilinn á einstaklega samræmdan hátt á sama tíma og líkaminn öðlast djúpa hvíld og losar streitu. Þegar Innhverf Íhugun er iðkuð af hópi fólks framkallar hún samstillingaráhrif í samfélaginu  sem hafa verið sannreynd með rannsóknum og  felast í almennum framförum sem og fækkun neikvæðra þátta á borð við glæpi og ofbeldi.  Samstillt þjóðarvitund mun þannig á eðlilegan hátt valda miklum breytingum í átt til jákvæðni, velmegunar og framfara á öllum sviðum lífsins. Meira en 600 rannsóknir hafa verið gerðar við 250 háskóla og rannsóknarstofnanir í 33 löndum sem staðfesta áhrif Innhverfrar Íhugunar á huga, líkama, hegðun og samfélag.  Námskeiðið er haldið í Virkjun og hefst kl. 19:30.  Námskeiðsgjald er kr. 10.000, en sjóður í nafni David Linch greiðir námskeiðið tímabundið niður fyrir Íslendinga.  Skráning er hjá ihugun@ihugun.is

 

Íslenska Íhugunarfélagið s: 557 8008

Dagskrá Virkjun. vika11. Opið frá kl 08:00-16:00

Mánudagur 14. mars
Sterkari starfsmaður* 08:30-11:30
Billiard eldri borgara, 08:30-12:00
Árangursríkari starfsleit* 09:00-15:30
Færni í ferðaþjónustu* 09:00-14:00
Norska* UFTA 09:30-11:30
Norska* ÞOR 12:00-14:00
Útskurður, 13:00, hópur B, Byrjendanámskeið Sjálfboðaliði; Jón Arason.
Gítarnámskeið fyrir byrjendur. 13:00 Sjálfboðaliði; Bjarni Stefánsson
Tölvur fyrir alla, 14:00-16:00 Sjálfboðaliði; Ragnar Sigurðsson
Þriðjudagur 15. mars
Sterkari starfsmaður* 08:30-12:15
Árangursríkari starfsleit* 09:00-15:30
Færni í ferðaþjónustu* 09:00-14:00
Studio List* 09:00-16:00
Handavinna. 10:00-12:00 Sjálfboðaliði; Harpa Jóhannsdóttir
Skrautskrift 13:00-15:00 Sjálfboðaliði; Úlfar Hermannsson
Ljósmyndaklúbbur 14:00-15:00 Sjálfboðaliði; Tryggvi G. Sveinsson
Gönguhópurinn Virkir15:00 Sjálfboðaliði; Randý S.B. Guðmundsdóttir.
Miðvikudagur 16. mars
Sterkari starfsmaður* 08:30-12:15
Færni í ferðaþjónustu* 09:00-14:00
Enska fyrir alla kl. 10:30-11:30 Sjálfboðaliði; Svava Pétursdóttir
Vinir í velgengni 13:00-14:00 Sjálfboðaliði; Haukur Hilmarsson
Útskurður, kl 13:00 hópur A, Byrjendanámskeið Sjálfboðaliði; Jón Arason.
Foreldra- og barnahittingur kl 13:00-15:00 Sjálfboðaliði Ragnheiður Sölvad.
Stærðfræði fyrir alla 14:00 Sjálfboðaliði; Gunnar Björnsson
Fluguhnýtingahópur 14:00 Sjálfboðaliði:Haraldur G. Magnússon
Fluguhnýtingaklúbbur Suðurnesja kl 19:30-22:00
Fimmtudagur 17. mars
Sterkari starfsmaður* 08:30-11:30
Billiard eldri borgara 08:30-12:00
Færni í ferðaþjónustu* 09:00-14:00
Norska* UFTA 09:30-11:30
Handavinna kl:10:00-12:00 Sjálfboðaliði; Harpa Jóhannsdóttir
Vöfflukaffi 10:30
Norska* ÞOR 12:00-14:00
Billiard-kennsla kl. 13:00-14:30 Sjálfboðaliði; Jósep Valgeirsson
CODA kl 14:00. Sjálfboðaliði og ritari; Ármann Guðmundsson
Gönguhópurinn Virkir 15:00 Sjálfboðaliði; Randý S.B. Guðmundsdóttir.
OA kl: 20:00-22:00
Föstudagur 18.mars
Sterkari starfsmaður* 08:30-12:15
Studio List* 09:00-16:00
Billiard-kennsla kl. 10:00-12:00 Sjálfboðaliði; Jósep Valgeirsson
Myndlistarhópur 14:00-16:00. Sjálfboðaliði; Hjalti Parelius *Lokaði hópar

CODA fundir í Virkjun, fimmtudaga kl: 14:00, allir hjartanlega velkomnir. Sjálfboðaliði og ritari; Ármann Guðmundsson

12 Loforð CoDA
Ég má búast við breytingum á lífi mínu ef ég stunda CoDA-prógrammið. Þegar ég reyni að vinna sporin og fylgja erfðavenjunum af heiðarleika upplifi ég eftirfarandi:

1. Mér finnst ég loksins vera hluti af einhverju. Tómleikinn og einmanleikinn hverfur.
2. Óttinn stjórnar mér ekki lengur. Ég kemst yfir hann og tileinka mér hugrekki, heilindi og sjálfsvirðingu í öllu sem ég tek mér fyrir hendur.
3. Ég kynnist nýju frelsi
4. Ég sleppi tökunum af áhyggjum, sektarkennd og eftirsjá vegna fortíðar minnar og nútíðar. Ég er nógu meðvitaður til að endurtaka ekki það sem miður fór.
5. Ég kynnist nýjum kærleika og sátt við mig og aðra. Mér finnst ég raunverulega verðugur ástar, kærleiksríkur og elskaður.
6. Ég læri að finnast ég vera jafningi annarra. Ný, sem og endurnýjuð sambönd mín, eru öll við jafningja mína.
7. Ég get þróað og viðhaldið heilbrigðum og kærleiksríkum samböndum. Þörfin til að stjórna öðrum hverfur þegar ég læri að treysta þeim sem eru traustsins verðir.
8. Ég læri að það er mögulegt að breytast til hins betra – að verða kærleiksríkari, nánari öðrum og að geta veitt stuðning.
9. Ég geri mér grein fyrir að ég er einstök og dýrmæt sköpun.
10. Ég þarf ekki lengur að treysta eingöngu á aðra til að finnast ég einhvers virði.
11. Ég treysti leiðsögn sem ég fæ frá mínum æðri mætti og fer að trúa á eigin getu.
12. Ég öðlast smám saman æðruleysi, styrk og andlegan þroska í daglegu lífi mínu.

Atferlismynstur og einkenni meðvirkni

Afneitun:
• Ég á erfitt með að gera mér grein fyrir því hvernig mér líður.
• Ég geri lítið úr, breyti eða afneita því hvernig mér líður.
• Mér finnst ég algjörlega óeigingjarn og einarðlega helgaður velferð annara.

Lítil sjálfsvirðing:
• Ég á erfitt með að taka ákvarðanir.
• Ég dæmi allt sem ég hugsa, segi og geri harðlega og finnst það aldrei nógu gott.
• Ég fer hjá mér þegar ég fæ viðurkenningu, hrós eða gjafir.
• Ég bið aðra ekki um að mæta þörfum mínum eða þrám.
• Ég tek álit annara á hugsunum mínum, tilfinningum og hegðun fram yfir mitt eigið.
• Mér finnst ég ekki vera manneskja sem hægt er að elska og virða.

Undanlátssemi:
• Ég breyti gildum mínum og heilindum til þess að forðast höfnun eða reiði annara.
• Ég er næmur fyrir því hvernig öðrum líður og mér líður eins og þeim.
• Ég er fram úr hófi trúr fólki og kem mér því ekki nógu fljótt úr skaðlegum aðstæðum.
• Ég met skoðanir og tilfinningar annara meir en mínar eigin og er hræddur við að láta álit mitt í ljós ef ég er ósammála einhverju.
• Ég set áhugamál mín og tómstundir til hliðar til þess að gera það sem aðrir vilja.
• Ég sætti mig við kynlíf þegar ég vil ást.

Stjórnsemi:
• Mér finnst annað fólk ófært um að sjá um sig sjálft.
• Ég reyni að sannfæra aðra um það hvað þeim “á” að finnast og hvernig þeim líður í „raun og veru“.
• Ég fyllist gremju þegar aðrir leyfa mér ekki að hjálpa sér.
• Ég gef öðrum ráð og leiðbeiningar óspurður.
• Ég helli gjöfum og greiðum yfir þá sem mér þykir vænt um.
• Ég nota kynlíf til þess að öðlast viðurkenningu.
• Fólk verður að þurfa á mér að halda til þess að ég geti átt í sambandi við það.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband