Matreiðslukennsla föstudaginn 17 febrúar kl 11:00 til 13:00 í Virkjun

Föstudaginn 17 febrúar verður spennandi matreiðslunámskeið þar sem verður kennt og matreiddar; Deigbollur með kotasælu og kartöflufyllingu.

Sjálfboðaliðar og kennarar eru Daria og Jadwiga

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda okkur tilkynningu á fésbókinni eða hringja í síma 426-5388. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Námskeiðið er frítt en þyggjum ávalt frjálst framlag í bláa grísinn ;)

Deigbollur eru soðnar eða gufusoðnar hveiti- eða kartöflubollur sem eru bornar fram sem meðlæti með ýmsum réttum, svo sem steiktu eða soðnu nautakjöti. Þegar bollurnar eru bornar fram með pottréttum eru þær oft soðnar í sósunni eða þeim raðað ofan á kjötið og þær gufusoðnar þannig. Í ýmsum löndum eru deigbollur það meðlæti sem einna algengast er með mat. Soðkökur, sem gerðar voru hérlendis fyrr á öldum, geta e.t.v. talist eins konar deigbollur. Saman við deigið í þær var stundum hnoðað þorskhrognum.

Í Mið-Evrópu eru knödeln bornar fram með mjög mörgum kjötréttum, heilar eða í sneiðum, og má t.d. nefna Bayerische semmelknödeln, sem gerðar eru úr bleyttu brauði, blönduðu smjöri og eggjum, og tékkneskar knedlický . Uszka eru pólskar deigbollur, soðnar með í súpum eins og gyðingabollurnar matzoh, sem einkum eru notaðar í kjúklingasúpu. Norður-ítalskar gnocchi eru kannski þekktastar af öllum deigbollum. Þær eru yfirleitt fremur litlar og gjarna gerðar úr kartöflum en þó ekki alltaf.

Deigbollur eru einnig algengar í asískri matreiðslu en þær eru oftast fylltar með kjöti, fiskmeti eða grænmeti. Litlar deigbollur eru oft soðnar í súpum og borðaðar með þeim. Einnig eru til sætar deigbollur, sem soðnar eru í ávaxtasafa, sætsúpu eða mauki. Stundum eru bollurnar hnoðaðar utan um ávexti, t.d. sveskjur eða epli.
Úr Matarást eftir Nönnu Rögnvaldardóttur

Sjá nánar hér; http://en.wikipedia.org/wiki/Dumpling

Elskum alla þjónum öllum

Diana og Gunnar Halldór.

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband